Samtíðin - 01.03.1949, Qupperneq 18

Samtíðin - 01.03.1949, Qupperneq 18
11 SAMTÍÐiN oCoptur Cju&niun-clóion: 5 ATT □ G L □ □ I Ð FURÐULEGUR DRAUMUR [,,SamtíSin“ liefur samið við Loft GuSmundsson rithöfund um, aS hann skrifaSi a. m. k. 10 greinar fyrir ritiS. ÞaS er óþarfi aS kynna þennan gáfaSa og bráSfyndna rithöfund lesendum tímaritsins. Hann er löngu þjóðkunnur orðinn, þótt ekki væri nema fyrir greinaflokkinn „Brotnir pennar“ i AlþýðublaSinu. Loftur hefur sjálfur valið þessum greinaflokki heitið: Satt og logið, og fer hér á eftir fyrsta grein hans. — Ritstj.]. LDFTUR GUÐMUNDSSDN AÐ MÁ VEL VERA, AÐ ÉG SÉ kominn af herskáuín víkingnm langt aftur í ættir. Ég tel sennilegt, að ættfræðileg rök hnigi í þá átt. í raun réttri stendur mér nákvæm- lega á sama um það. Ekki er til vík- ingsandi í mér fyrir fimm aura. Ég er friðsamur maður. Ofheldi, her- virki og allt slíkt er mér viðurstyggð. Uppeldi það, sem gerir valdhöfun- um ldeift að etja saman þjóðum á vigvelli, hata ég og tel svartasta smánarblett á mannkyninu. Og ég er ekki í neinum vafa um, að andi sá, er ræður fyrir öllum þessum ófögn- uði, hernaðarandinn, sé skilgetið af- kvæmi fjandans, þessa gamla þjóð- sagnaskratta, sem ríkti í viti eldslog- anna undir jörðinni og potaði hvöss- um klónum í sálir breyskra og synd- ugra vesalinga, sem hann steikti og kvaldi á glóðinni sér til skemmtun- ar, en skrapp þess á milli upp á jörð- ina, til mannfólksins, kom þar á stað illlyndi, erjum og hvers kyns vand- ræðum og vélaði sálir liöfðingjanna, bæði veraldlegra og andlegra, út úr skrokknum á þeim með veðmálum. Sá beið ekki ósigur fyrir neinum, nema Sæmundi sáluga í Odda. Mér kom það því mjög á óvart, er mig eina nótt fyrir skömmu dreymdi draum, sem liver herforingi eða hat- rammur byltingarsinni gat talið sér

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.