Samtíðin - 01.03.1949, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.03.1949, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 fullsæmandi að dreyma. Um stund hugleiddi ég, livort verið gæti, að svefninn hefði losað úr viðjum ein- hverjar eigindir, sem mér liefðu hlotnazt í arf frá víkingunum, for- feðrum mínum. Eigindir, sem hrotið hefðu í hlekkjum fram að þessu i einhverjum skúmaskotum undirvit- undar minnar. Eða hvort ytri áhrif he'fðu getað valdið draumnum. Ég þóttist þess hrátt fullviss, að mig hrysti vísindalega þekkingu til dómsúrskurðar i málinu og hætti þess vegna öllum hugleiðingum þar að lútandi, en ákvað hins vegar að skrifa drauminn upp og koma hon- um einhvers staðar í varðveizlu. Hver veit nema einhvern tima verði stofnað sálarrannsóknafélag. er fæst við jafn hversdagsleg viðfangsefni og sálir lifandi manna. sem so'fa eðlilegum svefni. JjAÐ VAR UPPHAF DRAUMSINS. að mér þótti sem ég væri staddur á torgi stóru. Reggja vegna þess risu svo háar byggingar af grunni, að ekki sá nema heiðan himininn. Öll voru stórhýsi þessi úr grárri stein- steypu og að því er mér virtist öll nákvæmlega eins. Um torgið fór fjöldi gangandi manna. Þar var og fjöldi manna, sem stóð kyrr og hreyfingarlaus í sömu sporum og glápti út i loftið. Hvar- vetna ríkti djúp órofaþögn. Ég sfékk þegar óljóst hugboð um, að eitthvað væri hogið viðþettafólk, bæði það, sem á gangi var, og hitt, sem stóð kyrrt og glápti. Og ég tók að virða það fyrir mér. Já, — þarna kom það. Gangandi fólkið var allt nákvæmlega eins, bæði að sviphöfn, vaxtarlagi, hreyfingum og klæðnaði. Kyrrstæða fólkið sömuleiðis, nema hvað klæðnaður þess var frábrugð- inn klæðum göngufólksins. þÁ GERÐIST ÞAÐ, AÐ ÉG hnerraði. Ekki sérlega hátt, en allsnöggt og allsendis fyrirvaralaust. Sjálfum fannst mér ekki laust við, að ég hefði framið lielgispjöll, er ég með hnerranum rauf þessa djúpu þögn. Og því var eins og að mér hvíslað, að ef til vill væri vissara fyrir mig að hypja mig á brott. Ég var i þann veginn að fram- kvæma þá viturlegu fyrirætlun, þeg- ar einn þeirra kyrrstæðu tók skyndi- lega á rás og stefndi til min. „Fyrirgefið,“ mælti hann kurteis- lega, „en má ég sjá leýfið yðar?“ „Leyfið mitt??“ „Já, — þér megið ekki taka það sem tortryggni, en þetta er skylda okkar. Það er hnerraleyfið, ef þér viljið gera svo vel.“ „Hnerraleyfið .... Ó-já, hvernig læt ég, — hnerraleyfið,“ tautaði ég og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Sið- an tók ég að leita í öllum minum vösum. Svona til málamynda, því að sjálfsögðu var mér ljóst, að ég hafði ekkert lmerraleyfi. Ég hafði hins vegar grun um, að annarhvor okkar væri hrjálaður. Sennilega báðir. „Fyrirge'fið," mælti ég auðmjúk- um rómi, „en því miður hef ég víst gleymt hnerraleyfinu heima. Rann- settur klaufaskapur. Gleyma hnerra- leyfinu heima. En þarna er mér rétt lýst.“ „Það var lcitt.“ mælti sá kyrrstæði,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.