Samtíðin - 01.03.1949, Side 20

Samtíðin - 01.03.1949, Side 20
16 SAMTÍÐIN og ekki jafn kurteislega og fyrr. „En liafið þér þá glcymskuleyfið á yS- ur?“ „Því miður, — ég hef einnig gleymt því heima,“ svaraði ég og lét mér hvergi bregða. Og mér þótti sem ekkert gæti komið mér á óvart framar. „Slæmt það. Lögum samkvæmt bæri mér að kæra yður til sekta. En“ . . Og eitthvað var það í augna- tilliti hans, sem vakti með mér þá hugsun, að það væri heppni mín, að einmitt Iiann skyldi verða til þess að hafa afskipti af þessu máli. „En, — ég held, að ég eigi ekki við það. Komið þér með mér, og ég skal revna að útvega yður undanþágu- leyfi." WANN TÓK ENN Á RÁS OG ÉG fvlgdist auðvitað með honum, allshugar feginn. Við stefndum að einu stórhýsinu handan torgsins. „Þér hnerrið svo dæmalaust hressi- lerra," mælti hann lágt, „að ég hef ekki hörku til að kæra vður fvrir að hafa hnerrað án hess að hafa hnerraleyfið upp á vasann.“ Við uengum inn í anddvri stórhýs- isins. Það var stórt og rúmgott, og meðfram öllum veggjum þess stóðu afnreiðsluborð. Við hvert horð sat fiöldi manna og kvenna, hlaðaði í skialabunkum eða skrifaði. Allt bar hetta fólk sömu einkenni og fólk hað. sem ég hafði séð á gangi úti á torginu. Yfir hveriu borði hékk sniald með svartri áletrun. „Lvftu- fararlevfi“ stóð á einu þeirra. Að bví borði gengum við. Þar stóðum við góða stund. án þess að nokkur virtist veita okkur athvgli. Að lokum tók ung stúllca, sem fram að þessu hafði dundað við að hreinsa undan fingurnöglum sín- um, rögg á sig og fékk mér þrjú eyðublöð með endurritunarpappír á milli. Þeir eru skrítnir, sumir þessir draumar. Eyðublöðin komu mér ekkert á óvart. Ég virtist nieira að segja vita, til hvers þau væru ætluð og hvað mér bæri að skrifa í hvern reit og á hverja línu. Á einni svip- stundu reit ég þar nafn mitt, fæðing- ardag og ár, fæðingarstað, stöðu, nafn konu minnar og barna, heim- ili, nöfn foreldra minna og tengda- foreldra, fæðingardag þeirra og fæð- ingarár, stöðu, heimilisfang, nöfn beggja afa minna .... og að síðustu reit ég meðallanga neðanmálssögu i dálk, sem gerður var fyrir „Aðrar upplýsingar". f ENGRA NÁÐI DRAUMVIT MITT samt ekki. Mér varð sem sé sú skyssa á, að ég rétti eyðublöðin að stúlkunni. Rrosti meira að segja eins og maður, sem telur sig hafa unnið viðurkenningarvert afrek. Vesalings stúlkan glápti á mig. „Þér verðið að fara með eyðublöðin að næsta borði til skrásetningar og síðan að næsta borði þar við til stimplunar, og þar næst . .. . Æ, fyr- irgefið,“ og hún brosti vandræða- lega, „þeir segja yður þar. hvert þér eieið að snúa yður næst og til hvers." Við gengum að skrásetningar- borðinu. Þar sat fullorðinn maður og las i bók. Seint og siðar meir leit hann upp frá lestrinum, eins og af

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.