Samtíðin - 01.03.1949, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.03.1949, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 21 sem hver blaðsíða er með ærinni kjölfestu tilvitnana i prentuð og 6- prentuð rit. Til þess að geta samið skcnnntileg fræðirit þurfa ménn nefnilega að vera meira en grúskar- ar, þeir þurfa að vera yfirburða rit- böfundar. Hawthorne Daniel hefur tekizt að gæða skipasögu sina miklu lífi. Hann hefur ágæta yfirsýn og flækist hvergi í smáatriðum. Hann héfur gott auga fyrir þróun sögunn- ar; því er mikill straumhraði í bók- inni. Hún er í 14 köflum, og fjalla sumir þeirra um þróun skipa, segla, fullkomnun segla og eimskipa. Þá er kafli um siglingafræði, annar um vita, ljósskip og dufl, sá þriðji um sjókænsku. Enn fremur er kafli um hafnir og hafnarmannvirki. Sérfróðir menn liafa lokið lofsorði á þessa bók, svo að ég lief heyrt. Væri ekki ráðíegt að láta skólanem- endur lesa bælcur af þessu tagi og örlítið minna af hernaðarsögu og æviatriðum mismerkra þjóðhöfð- ingja? En slíkt hefur löngum verið kennt hér af miklu lcappi og nefnt mannkynssaga. Nokkur ljóður mætti það þykja á þessari hók, að íslenzka þýðingin er sums staðar fremur ó- vönduð. Þarf ekki annað en benda á málsgreinar á hls. 81, 85 og 86 i því sambandi. En hroðvirkni af hálfu þýðenda og dagleg misþyrm- ing móðurmáls vors í dálkum blað- anna er ekki annað en það, sem þjóðin á nú orðið að venjast og er sem óðast að slæva málsmekk henn- ar. Vandaðar þýðingar vekja orðið jiægilega undrun. IComið á Borg. Borðið á B©rg. Búið á Borg. Ilorðið FISK og spttrið FISKHÖLLIN Jón & Steingrímur. Sími 1240 (3 línur). S. Sk.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.