Samtíðin - 01.03.1957, Side 20
16
SAMTÍÐIN
oCœriíí íi(enzlu heima Ljá ijLur meí aíitoL oLLar.
5. verkefni
Islenzkunámskeið Samtíðarinnar
NÁMSREGLUR: Námskeið þetta Iiófst
1. okt. 1956 ojí stendur til 1. okt. 1957.
Námsgfjaldið, 100 kr., greiðist, um leið og
menn tilkynna þátttöku sína. í því eru
innifaldar 2 námsbækur (ritreglur og mál-
fræði), sem þátttakendum verða sendar.
Nemendur fyigjast með námskeiðinu frá
upphafi, leysa verkefnin skriflega, senda
okkur þau tii leiðróttingar og fá þau síð-
an endursend. Utanáskrift okkar er: Sam-
tíðin, pósthóif 472, Reykjavík.
5. Ritæfing: n, p, r, s, t
LESIÐ aftur greinina um tvöfalda sam-
Iiljóða á bls. 7—9 í ritreglunum. Urlausn
þessa verkefnis æfir yltkur í að gera grein-
arniun á, hvar rita skal n eða nn, p eða
pp, r eða rr, s eða ss, t eða tt í stofni orða.
Þessir stafir eru allir einfaldir í verkefn-
inu með bandi á eftir. Tvöfaldið þá, þar
sem við á, eða sleppið böndunum, er þið
skrifið verkefnið í aðra liverja línu á
venjulega skrifpappírsörk.
Mig min-ti, aö margt fé hefði fen-t.
Tyrfingur bren-di ýmsu rus-li meS
aöstoö fin-sks vinar síns. Þorpiö er
í gren-d viö nyrzta fjallstindinn. Hvar
hafiö þiö lcyn-zt? Ken-slan reyndist
léleg. Yöur er min-kun aö stærilæt-
inu. Men-t er máttur. Hann ven-st
því aö vera illa ten-tur. Ykkur vin-st
vel. Drengurinn gm-ti bróöur sinn.
Ljóniö glen-ti upp giniö. Þen-sluker-
iö er úr þyn-gra efni en venja er til.
Vriö fin-st hvergi.
Ivar krep-ti hnefann. Knattspyrnu-
H 0 S G Ö G N við allra hæfi.
MtólstrarintB
Hverfisgötu 74. Sími 5102.
kep-nin fór prýöilega fram. Systkin-
in hafa kip-zt viö. Jens kep-tist viö.
Sýslumaöur hleyp-ti brúnum. Barniö
gleyp-ti bitann. Höföingjarnir hafa
skip-zt á gjöfum. Við erum lop-nir af
kulda. Slep-tu takinu. Jón hrep-ti
hnossiö. Þau uröu veöurtep-t. Þetta
er klip-t og skoriö.
Þiö veröiö hér nokkra daga um
kyr-t. Nú er þur-t veöur. Hér er ver-
fariö en heima setiö. Sveinn varö
byr-stur, er vörur hans voru til þur-ö-
ar gengnar. Hestarnir sper-tu eyrun.
Illur kur- var í mönnum.
Hann kys-ti börnin. Þau hafa mis-t
fööur sinn. Hesturinn hris-ti makk-
ann. Þaö hves-ti skyndilega. Kaffiö
hres-ti mig. Brauöiö kles-tist.
Drot-ningin hefur veikzt. Henni
var sýnd lot-ning. Vet-lingurinn týnd-
ist. Þaö hit-nar á kat-linum. Sástu
ket-linginn? Set-ningin var erfiö.
Breyt-ni hans var góö. Þeir vo'ru
ræt-nir. Glet-ni hennar var græsku-
laus.
5. IVlálfræ&iæfing
LESIÐ kaflann um greininn á bls. 20—
21 í málfræðinni og skýrið í örstuttu máli
frá notkun hans. Skrifið upp alla greina,
sem þið finnið í 7 fyrstu linum skáletraða
verkefnisins á bls. 21 í málfræðinni.
—★—
Ferðamaður í London: „Fleygir
fólk sér oft ofan af Nelsons-súl-
unni?“
Leiðsögumaður: „Aldrei nema
einu sinni.“