Samtíðin - 01.03.1957, Side 18

Samtíðin - 01.03.1957, Side 18
11 SAMTÍÐIN I’eir hafa sagl frá því, að þeir Iiafi orðið gagnleknir hlýjukennd og ó- viðráðanlegri löngun lil að falla í værau blund, eu jafnframt hafi þeir reynt að hrinda frá sér þeirri til- hugsun, að nú væru þeir að sofna fyrir fullt og allt. Reyndir læknar lýsa þeim and- látum, sem þeir hafa verið sjónai’- vottar að, mjög á söniu lund. Dr. John A. Ryle, merkur enskur lækn- ir, segir um dauðann i frægu brezku tímariti um heilbrigðismál: „Dauð- inn er mjög sjaldan kvalafullur og ægilegur, nema í ímynd fólks og tilhugsun.“ Hann segir, að menn, er liafi verið hjargað úr bráðum lífsliáska, minnist þess ekki, að þeir hafi orðið hræddir, því að „í snöggri hættu stuðlar sjálfshjargarmeðvit- undin alltaf að því að útrýma hræðslunni.“ Hundruð manna, sem liorfzt hafa í augu við hráðan bana, liafa skýrt ft'á því, að þeir hafi þá fyrst verið gripnir hræðslu, er hætt- an var um garð gengin. Dr. Ryle hefur horft upp á mörg dauðsföll í sambandi við loftárásir Þjóðverja á London. Hann hefur hvað eftir annað verið staddur í sjúkrastofum, er alskipaðar hafa verið helsærðum mönnum. „Nærri því allir virtust sofa eða móka,“ skrifar hann. „Þeir, sem telja mátti líklegt, að dæju, voru hvorki ang- istarfullir né sárþjáðir. Þvert á móti. Það eru þeir, sem kornast lil heilsu aftur og lifa lengi, er verða að þola alvarlegar þjáningar. Flest- ir þeirra, sem deyja fljótt úr veik- indum eða af sárum, vita aldrei af neinu slíku.“ Dr. Ryle er ekki einn um þessa skoðun. Sir William Osler, sem al- mennt er talinn einn hinn merkasti læknir, er uppi hefur verið, skrifar: „É(g hef nákvæmar skýrslur um andlát nál. 500 sjúklinga, bvggðar á sérstökum athugunum á þvi, hvernig dauðann beri að liöndum og hvernig sjúldingarnir verði við honum .... 90 þoldu líkamlegan sársauka eða kvalir af einhverju tagi, 11 voru kvíðafullir, 2 voru blátt áfram skelkaðir, 1 komsl i hrifningarástand, og 1 iðraðist beisklega. En yfirgnæfandi meiri- hluti þessa fólks lét ekki í Ijós nein- ar sérstakar tilfinningar. Andlát þess var, eins og fæðing þess hafði verið, svefn og fullkomið meðvit- undarleysi.“ „Jakob! Jakob!“ kallaði unga konan ofan af loftinu. Maður hennar varð dauðhræddur um, að eittlwað væri að og hljóp i loftköstum upp stigann. Þá sagði konan: „Já, sjáðu, svona hatt þarf ég endilega að eignast strax i dag.“ Stína: „Ég legg ekki í vana minn aS tala illa um annað kvenfólk. Þess vegna minnist ég aldrei á Þóru.“ ÞEIM FJÖLGAR daglega, sem lesa Samtiðina. Sendið okkur áskriftarbeiðn- ina á bls. 2 og þér fáið árlega 10 hefti fyrir aðeins 45 kr. og 1 eldri árgang í kaupbœti. ORLOF VÍSAR VEGIIMINI FERÐASKRIFSTOFAN ORLOF H.F. Hafnarstræti 21. Reykjavík. Sími 82265.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.