Samtíðin - 01.05.1957, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN
5
Enn þá fagnar sérhver sál
sælum endurfund.
Glitrandi vín og víf
veita mér stundarfrið.
Hlæjandi ljúfa líf,
ljáðu mér enn þá bið.
Undurfagra ævintýr,
ágústnóttin hljóð.
Hjá þér ljómar Ijúf og hýr
lífsins töfraglóð.
VORVÍSUR
Hægur sunnansvali
seiðir í huga Ijóð.
Breytist land við birtu
býr sig grænum kjól.
Angar vorsins ilmur
upp úr gróðurmold,
kæra fósturfold.
Geislum fögrum gyllir
glóey dali og fjöll.
Kveður lóa kát
við kot sem dýra höll.
Allir eru jafnir,
enginn settur hjá
af vorsins vinaþrá.
Skreytir foldu föla
fegurð, lífsins blóm. •
Víkur Norðri’ úr vegi
við sinn skapadóm.
Ekkert hér á jörðu
yndislegra’ eg veit
en mína móðursveit.
Rögnvaldur Erlingsson.
Prestur: „Og hvcið finnst yður
helzt að manninum yðar?“
Frúin: „Ó, hann er svo eigingjarn,
að það nær bara ekki nokkurri átt.
Hvað haldið þér til dæmis, að hann
geri á dögunum: Líftryggir sjálfan
sig í staðinn fyrir að tryggja mig!“
ALLAR BlLAVÖRUR
verður hagkvæmast að kaupa hjá
Kristni GuSnasyni
Klapparstíg 27. — Sími 2314.
yy Ástamál yy
Sumt fólk er alltaf að fjargviðrast
yfir því, að það séu þyrnar á rósum.
Eg þakka Guði fyrir, að þyrnarnir
skuli hafa rósir. — R. C.
Ástin býr ekki einvörðungu í
mannssálinni, þar sem hún sækist eft-
ir fegurð, heldur á hún sér einnig
mörg önnur takmörk. Við kynnumst
henni í mörgum öðrum myndum, i
líkömum dýranna, í öllu, sem jörðin
lætur í té, í stuttu máli: í öllu, sem
skapað hefur verið ... Og mikilleik-
ur og furðuvald ástarguðsins birtist
í hvívetna, bæði í hinu himneska og
því, sem jarðneskt er. — Plato.
Karlmenn eru miklu hamingjusam-
ari en kvenfólk. Bæði giftast þeir
seinna og deyja fyrr. — X.
Hvar finnst það hjónáband, sem
ekkert er athugavert við. — Balzac.
Eiginmaður gengur konu sinni í
föðurstað. — Rússneskur málsháttur.
Eg er fegin, að ég er ekki karl-
maður, því að þá mundi ég neyðast
til að ganga að evga kvenmann. — Frú
de Stael.
Mönnum finnst ánægjulegt að geta
sér til um það, sem þeir sjá ekki. Ef
til vill er sá, sem fyrstur fann upp
fötin, höfundur ástarinnar. — Ségur.
Eg vildi, að Adam hefði dáið með
öll rifin á sínum stað. — Dion Bouci-
cault.
Raflagnir. — Viðgerðir.
Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla.
Raftækiavinnustofa
Þorláks Jónssonar h.f.
Grettisgötu 6. — Sími 4184.