Samtíðin - 01.05.1957, Blaðsíða 18
14
SAMTÍÐIN
lika, en það er algert einsdæmi enn
sem komið er, að mæðgum (eða feðg-
um) liafi hlotnazt þau.
ÞEGAR MARlA hafði lokið skóla-
námi heima í Póllandi, gerðist hún
kennslukona hjá ýmsu efnuðu fólki.
Á einu þessara heimila felldu sonur
hjónanna og kennslukonan unga
hugi saman. En ekki mátti á það
minnast, að þau fengju að eigast,
enda þótt María væri geðþekk, vel
upp alin og prýðilega menntuð.
Annars stefndi hugur Maríu í æsku
meira til menntunar en ásta. Þeklc-
ingarþorstinn var ástríða hennar.
Hugur hennar var allur við eðlisfx-æði
og stærðfræði, og um þau efni skrif-
aðist hún á við föður sinn, þar til hún
var 24 ái*a. Þá tókst lienni með að-
stoð Bronya, systur sinnar, sem lokið
hafði dolctorsprófi i París og gift var
pólskum doktor þar, að komast í Soi--
honne-háskólann. Rættist þá loks
draunxur pólsku kennslukonunnar:
að öðlast aðstöðu til að stunda nám
í þeim visindagreinum, sem hugur
hennar stóð til. Sorbonne hafði bætzt
nýr afburðanemandi, sem átti fyrir
sér að auka enn á liróður liins forna
menntabóls. Fyrst í stað lagði Mai-ia
alla ást sína á eðlisfi'æðina sjálfa.
Seinna deildi hún henni milli fræði-
greinarinnar og hins mikla eðlisfi-æð-
ings, Péturs Curie.
Svo mikil ei’u nöfn Curielijónanna
í sögu eðlisfræðii'annsóknanna og
svo stórkostleg afrek þeirra á því
sviði, stöi’f, sem frú María hélt á-
fram eftir lát manns síns, að það vill
oft gleymast, að þeim auðnaðist að-
eins að stai’fa saman og njótast í 11
ár. Það var við eina af Signubrúnum,
Nýju bi’ú svonefnda (Pont Neuf), en
þar er umferð mikil, að Pétur Curie
vai’ð fyrir hestvagni nxeð þeim afleið-
ingum, að hann beið þegar hana.
Allir hljóta að skilja, hvílíkur harm-
ur var að konu lians kveðinn við frá-
fall hans á hezta aldri. Hún missti
ekki einungis ástrikan eiginmann,
heldur og ónxetanlegan starfsfélaga.
Vísindin höfðu við dauðaslys þetta
beðið mikið afhroð.
HVERNIG var María Curie í dag-
legum háttum sínum? Gaf hún sér
tíma til að halda sér til fyrir manni
sínum? hefin’ oft verið spurt. Talið
er, að hún liafi aldrei látið sig dreyma
um, að hún væri gædd verulegum
kvenlegum yndisþokka. En maður
Iiennar elsk :*ði hana og dáðist að
kvenlegum > i disleik hennar. Vitað
er, að eitthvað það seinasta, sem liann
sagði við hana, er hann hi’osti ástúð-
lega til hennar, var þetta: „Lífið hef-
ur nú vei’ið þér hliðhollt, Mai’ía, þrátt
fyrir í,ilt“.
Frú Maria var ljóshæi’ð, hörunds-
björt með grá augu. Ennið var mikið
og svipurinn álvarlegur og gáfuleg-
ur. Hún var gröi.n vexti. Engurn
duldist, er hitti þau hjónin í sam-
kvæmum, að þar fór tigið fólk. María
var friðleikskona, en lét sér ekki jafn
annt um útlit sitt og maður hennar.
Ilún lifði einvöi-ðungu fyx-ir vísindi
sín og heimili jöfnum höndum.
Eftir hið geysilega afrek, sem frá
Curie innti af hendi i heixnsstyrjöld-
inni 1914—18 og áður er getið, varð
hún ekki einungis að annast umfangs-
mikið kennslustarf í Soi’bonne, hekl-