Samtíðin - 01.05.1957, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.05.1957, Blaðsíða 23
SAMTÍÐIN 19 fyrir sig i fjósi og útihúsum. Hann var kallaður kolan og grútarlampinn. Hann var ekki fallegur. Einfaldi lampinn var fíngerðari og svolitiS fallegri. Á honum var látið loga í baðstofunni á kvöldvökun- um. Hann hékk niður úr skammbitanum, sem var uppi yfir bitanum. Ljósmaturinn á honum var stundum þorskalýsi, stund- um hákarlalýsi og stundum kannski sels- lýsi, ef annað lýsi var ekki til.... Ljósa- lýsið var geymt í selsmaga. Hann liafði verið hertur og var með sivölum trétappa i hálsinum. Yfir um hálsinn var bundið band með lykkju á, sem maginn var látinn hanga á. Á vetrin hékk hann vestanmegin í baðstofugöngunum, rétt fyrir framan stigann. Á sumrin bar minna á honum. I>á var hann látinn lvanga í skuggalegum krók í eldhúsinu. Selsmaginn hafði ein- kennilegri áhrif á mig en flestir aðrir hlutir á heimilinu. .. Svo kom oliulampi ofan af Papós og með honum tíu potta blikkdunkur, fullur af steinolíu og allur silfurgljáandi. En ég gat -aldrei fundið sál í honum cins og í selsmaganum.“ Hér er aðeins um að ræða upphaf ævisögu, sem ætla má, að kunni að verða mörg bindi. Raunar má kalla, að höfundur liafi áður skráð sumt þeirrar sögu, sem honum lá mest á að segja. En dómur um þetta verk verður ekki kveðinn upp, fyrr en því er lokið. Ég vil enda þessar línur með þakklæti fyrir ýmis skaftfellsk orð og orðtök, sem höf. bregður fyrir sig og sum eru með öllu ökunn mönn- um, sem fæddir eru og upp aldir vestar á Suðurlandi. S. Sk. Radartæki, Asdictæki, Dýptarmælar Dýpt- armælapappír, Segnlbandstæki, Segnl- bönd, Kvikmyndavélar, Útvarpsviðgerðir. FRIÐRIK A. JÓNSSON Símj 4135. Garðastræti 11. Reykjavík. Akureyri Framkvæmum hvers konar járniðnaðarvinnu fyrir Sjávarú tvcg9 Iöwtaö ag haadhúaaö Seljum og útvegum hvers konar efni- vöru til málmiðnaðar. Hverfisgötu 42, sími 82422.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.