Samtíðin - 01.05.1957, Side 16
12
SAMTÍÐIN
hálftíma seinna, lyfti liann einliverju,
sem hann hafði fundið milli þils og
veggjar, og lagði það hægt og varlega
á gólfið. Það var hvitt, mjög hvítt.
Seinustu geislar kvöldsólarinnar
leiddu i ljós, að bak við múrhúðun-
ina liafði verið fólgið harnslik.
//. uíinajoáttur
Shúldin hviköu :
GUNNAR KRISTINSSON í Múla leyfði
okkur að birta nokkrar stökur eftir sig
hér í þættinum í nóvember s. 1. ár með
loforði um fleiri seinna. Þær koma hér.
Þessi var ort um mann, sem hafði full-
mikið konuríki:
Tögl og hagldir tel ég frúna tíðast hafa.
Aðeins bara á einkafundum
ofan á hann verður stundum.
Þessi var kveðin til stúlku, sem gaf
skáldinu undir fótinn:
Þig að dá er mér um megn,
margt er hulið, sérðu.
Þú ert ekki gull í gegn,
en gyllt að utanverðu.
Ung og glæsileg stúlka var mjög eftir-
sótt af karlmönnum eins og gengur. Þá
varð þessi vísa til:
Margir dá þig, menja gná,
margt þér Ijáir prýði,
en ýmsir spá, að ástarþrá
af þér gljáann svíði.
Þessi var ort til manns, sem lítið hafði
haft af kvenhylli að segja um dagana:
Húsgagnasmíðastofan Laugaveg 34B
selur ávallt góð og ódýr húsgögn. Tekur
einnig gömul húsgögn til viðgerðar. —
Fljót og góð afgreiðsla. Simi 81461.
Að faðma margar konur ei féll þér,
vin, í skaut.
Fjandakornið sem ég ekki trúi,
að vistin yrði betri, ef þú værir
bara naut
á venjulegu miðlungs sveitabúi.
Þessar stökur orti skáldið til konu
sinnar:
Þegar sumarsólin dvín
og syrtir i huga mínum,
eg vil taka andvörp mín
undir vanga þínum.
Augun duldar óskir tjá
innst úr fylgsnum sínum.
Af þér finn ég ilminn frá
æskudraumum minum.
Kunningi Gunnars bar honum á brýn,
að hann hefði gleymt kvæðum. Þá kvað
Gunnar:
Þó að mörgu’ úr minni týni
og mér til hnjóðs það út sé lagt,
yfir glasi’ af góðu víni
gæti ég þó eitthvað sagt.
Þessi var kveðin til stúlku:
Þó við blasi birta og vor,
bregztu vonum mínum.
Einskis liggja auðnuspor
upp að bænum þínum.
Að lokum er svo þessi, sem skáldið seg-
ir, að ort sé út í bláinn:
Heilags anda arftakinn
er að hvessa ljáinn.
Gustar inn um gluggann þinn,
Guð er að blása á skjáinn.
Þátturinn þakkar Gunnari Kristinssyni
stökurnar og vonast eftir fleirum við
hentugleika.
Húfugerð. Herraverzlun.
P. EYFELD
Ingólfsstræti 2, Reykjavík Sími 5098.