Samtíðin - 01.05.1957, Síða 24

Samtíðin - 01.05.1957, Síða 24
20 SAMTÍÐIN vnlaugióon : 14. páttur SKÁK Bréfaskákir eru einn þáttur tafl- mennsku, sem lítið er iðkaður hér á Islandi. Teflendur senda þá leiki sína á þar til gerðum bréfspjöldum, og veltur þá vitaskuld mjög á því, að póstsamgöngur séu sæmilega greið- ar, enda geta skákir, sem svo eru tefldar, staðið lengi, jafnvel árum saman. Ýmsir kunna að halda, að slíkar skákir séu þurrar og leiðinleg- ar og hljóti að enda i jafntefli, en það er mesti misskilningur. Menn tefla djarft og skemmtilega, ekki síður i bréfaskákum en við taflborðið, og fjölbreytileiki skákarinnar er nógu mikill til þess, að mönnum getur bæglega yfirsézt, þótt umhugsunar- tíminn sé nægur. Þetta hvort tveggja hefur verið auðvelt að sjá í símskák- um þeim, sem nú eru orðnar vinsæll þáttur í dagblöðum hérlendis. Þar er dags umhugsunarfrestur á hvern leik og stundum samráð fleiri manna, en skákirnar vinnast og tapast ein- hvern veginn engu að síður. En því dettur mér þetta í hug, að nú er nýlokið mesta bréfaskákmóti, sem nokkru sinni hefur farið fram. 1860 keppendur frá 33 þjóðum (þó enginn frá Islandi, svo ég viti) leiddu saman hesta sína og tefldu 8856 skák- ir alls i 190 flokkum. Þýzkir skálc- menn héldu mótið til minningar um OMEGA-úrin heimsfrægu eru enn í gangi frá síðustu öld. — OMEGA fást hjá Garðari Ólafssyni úrsmið, Lækjartorgi. Daníel Þorsteinsson & Co. h.f., Bakkastíg, Reykjavík. Símar 2879 og 4779. ♦ Utyerðarmenn ntj sjnntenn 1 Þekking, fagleg kunnátta og löng reynsla vor við nýsmiði og hvers konar viðgerðir á skipum er bezta trygging fyrir vandaðri vinnu og traustum frágangi á skipum yðar. HAIMSA-sólgluggatjöld hafa verið notuð hérlendis undan- farin 10 ár. — Kynnið yður verð. H A N S A H. F. Laugavegi 105, sími 81525.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.