Samtíðin - 01.03.1958, Síða 12

Samtíðin - 01.03.1958, Síða 12
8 SAMTÍÐIN mót við hana, ef liann er hrifinn af lienni. En er hræðsla þín ekki á- stæðulaus? Er maðurinn þinn ekki alveg eðlilega hændur að systur þinni, sem er ung, falleg og kát? Væri ég í þínum sporum, mundi ég gleðjast með glöðum og ekki gera neinar alvarlegar ráðstafanir, fyrr en ég sæi fram á, að málin færu að taka alvarlegri stefnu. Sjáðu, livað setur. — Þín Freyja. ^ Kjörréttur mánaðarins STEIKT NÝRU. Vel hreinsuð nýru eru skorin i sneiðar og brún- uð, lielzt í matarolíu. Stórum holla af rjóma er hellt út á sneiðarnar og þær síðan látnar sjóða við hægan liita eftir þörfum, en rjóma bætt út á þær eftir villd. Þegar nýrun eru soðin, er hellt út á þau ætisvepp- um, salti og ögn af sinnepi, sem hrært hefur verið út í vatni og safa af 1 sítrónu. LJÚFFENGUR EFTIRMATUR — 225 g af súkkulaði eru brædd. 5 eggjarauður hrærðar með 1 msk af flórsykri og vanillubragðbæti eru látnar út í súkkulaðið og síðan hrært vel í því. Svo er bætt út í það 3% dl af þeyttum rjóma og þeyttum eggja- hvítum. Rétturinn er skreyttur með steiktum möndlum og þeyttum rjóma. ÞÚSUNDIIt kvenna og karla lesa kvennaþætti Samtíðarinnar með vaxandi athygli. — Sendið okkur áskriftarpöntun- ina neðst á bls. 32 strax í dag, og við póst- aendum yður blaðið tafarlaust ásanit ein- um eldri árgangi í kaupbæti. Draumaráðningar • UNNUSTI. Það er venjulega fyrir leiðindum, ef konur eða karla dreymir trúlofun sína. • VINNA. Venjulega er það fyr- ir hagnaði, ef mann dreymir, að liann sé að ráða fóllc í vinnu. • BRUNI. Það er mönnum fyrir mjög gæfurikri framtíð, ef þá dreym- ir, að þeir brenni sig. • AULABÁRÐU R. Það veit á veraldlega velgengni, ef menn dreym- ir, að þeir hagi sér eins og aular eða skynskiptingar. • HLÁTUR. Það er yfirleitt ills viti, ef menn dreymir hlátur. Sértu sjálfur að lilæja, áttu von á sárum vonbrigðum og mæðu, oftast vegna ótryggðar. Hlátur er elskendum fyrir tárum. Ofsafenginn hlátur vina i draumi veit á, að vinátta þeirra fer von bráðar i liundana. FRÆGIR ORÐSKVIÐIl* Vinnan er gæfa ógæfumannsins. Mannþekkjarinn verður að hafa gott hjarta, ef hann vill vera mann- vinur. Spakmælin eru krydd ræðunnar. Samvizkan er rödd Guðs; skyn- semin rödd mannsins. Frjálsræði undir góðri stjórn er skynsamlegasta frelsið. Raflagnir. — Viðgerðir. Vönduð vinna. — Fljót afgreiðsla. RAFTÆKJAVINNUSTOFA ÞORLÁKS JÓNSSONAR H.F. Grettisgötu 6. — Sími 14184.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.