Samtíðin - 01.03.1958, Síða 14

Samtíðin - 01.03.1958, Síða 14
10 SAMTÍÐIN Inn í biðstofuna voru komnir nýir sjúldingar, sem biðu. HÚN FEKK gleraugun hjá gler- augnasalanum á leiðinni beim. Jú, það fór eins og hún bafði búizt við: Rauðbrúni liturinn fór ágætlega bæði við háralit hennar og hörund. En bvað hún sá orðið vel! Hún veitti þvi athygli, að gleraugnasalinn var ekkert annað en hrukkur í framan. Hún var alltaf vön að gantast svo- lítið við liann, þegar hún leit inn til hans til að kaupa sér sólgleraugu. En í dag leit hann út fyrir að vera svo þreyttur og útslitinn, að hún borgaði orðalaust og fór. Það var annars reglulega gaman að ganga á götunni núna. Áður hafði hún alltaf anað áfram án þess að líta til hægri eða vinstri .... Hún þekkti hvort eð var engan á götu. Nú gat liún ekki að sér gert að reka augun í fjöldann allan af smáatrið- um. Þarna voru áberandi auglýs- ingaskilti í gluggunum, falleg hlóm í búðunum, og það var gaman að sjá sporvagna, þegar þeir ráku nef- ið fyrir húshorn langt í burtu. Ung stúlka kom gangandi yfir götuna. Falleg var hún nú ekki beinlínis, en það var eitthvað svo dásamlega ungt og dreymandi við andlit hennar og göngulag. Stuttldippt hárið féll að barnslegu, útiteknu andliti hennar, og augun voru hlá eins og kjóllinn, sem hún var í. Skyndilega fannst Ingiríði hún sjálf vera svört og rotin- totuleg í þröngri, ljósgráu dragtinni sinni. Hún hefði eins vel getað farið í kjól í skærum litum .... Hún átti nóg af þeim í klæðaskápnum. Ung, grannvaxin stúlkan gekk með hægu, fjaðurmögnuðu göngu- lagi. Hún gekk upp tvær tröppur að veitingasjofu. Ingiríður sá, hvar ung- ur maður reis úr sæti sínu og veif- aði til hennar. Svo gekk hann fáein skref til ungu stúlkunnar. Þetta var hár, svarthærður maður í gráum föt- um. Hún þekkti manninn, háan vexti og letilegan í göngulagi. Það var enginn annar en Ebbi. Hún vissi ekki fyrr en hún var farin að einblina á þau. Hann var þá kominn heim úr ferðalaginu. Og hann hafði alls ekki hringt til hennar. Unga stúlkan rétti honum höndina. Hann sleppti lienni ekki, en dró hana með sér að litlu borði, þar sem þau gátu látið fara vel um sig. Ingiríður gekk hægt framhjá. Hún reyndi að hlæja að sjálfri sér. „Það geta verið ótal skýringar á þessu,“ hugsaði hún. „Hver veit, nema hann hafi símað í dag og það meira að segja oft .... Og þessa stúlku .... sem var nú ekki einu sinni lagleg .... gat liann svo sem vel þekkt eitt- hvað smávegis af eintómri tilviljun. OG NU SAT hún hér aftur í garð- inum og heið þess, að hún róaðist litið eitt fyrir miðdegisverðinn .... Hún ætlaði að spyrja ungfrú Ólsen, livort nokkur liefði spurt um liana í simanum. En átti liún annars nokk- uð að vera að því? Hún vissi ofboð vel, að upp á síðkastið hafði það verið hún, en ekki hann, sem hafði hringt. Hann hafði oft verið hálf- partinn utan við sig, dálítið önug- ur. Fyrsti ástarbruninn var smám saman orðin óljós endurminning.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.