Samtíðin - 01.03.1958, Page 15
SAMTÍÐIN
11
Hún spratt á fætur, þreif hatt sinn
og tösku og skundaði heim að hús-
inu. Dju’nar út að svölunum stóðu
opnar, og hún gekk hljóðlega inn um
þær, til þess að ungfrú Ölsen skyldi
ekki verða hennar vör. Það var búið
að leggja á borðið í borðstofunni. Að-
ur en varði, var hún farin að læð-
ast á tánum gegnum stofurnar ....
eins og liún væri þjófur, óboðinn
gestur.
Og allt í einu, í þessu uppnámi
hugarins, heyrði hún rodd augnlækn-
isins: „Farið nú varlega, frú mín
góð. Það er maðurinn yðar, sem ég
er að hugsa um .... “
Hún var undarlega umkomulaus,
þegar hún loks kom inn í svefnher-
hergið. Hvers vegna hafði hún læðzt
inn á sitt eigið heimili, eins og hún
ætti ekki með að koma þangað? Hún
andvarpaði, settist við búningsborðið
sitt og fór að greiða sér. Nei, gler-
augun fóru henni ekki vel ....
Hún var ellilegri í sjón, þreytuleg.
En samt sem áður tók hún ekki of-
an gleraugun. I stað þess fór liún
að grannskoða andlit sitt í stóra
hornspeglinum. Drottinn minn dýri!
hún var þá bæði hrukkótt á enn-
inu og kringum augun........Þessi
hjáni, hún ungfrú Lund, nuddkon-
an, var sjálfsagt of liarðhent á hör-
undi hennar. Hún skyldi sannarlega
ekki oftar fara til hennar „Húðin
á yður er eins og á ungri stúlku,“ var
hún alltaf vön að segja, bölvuð tóf-
an sú arna!
Hún leit álasandi á sjálfa sig. Var
þarna ekki grátt hár við gagnaugað
á henni? Jú, fleiri en eitt ....
Hún lagði frá sér greiðuna, með-
an þreytan gagntók hana. Svo fól
lnin andlitið í höndum sér og sat
þannig .... án þess að hreyfa legg
eða lið.
Hún hrökk við, er hún heyrði fóta-
tak fyrir aftan sig. Tómas var þá
kominn heim. Rödd hans var á-
hyggjufull: ’
„Er nokkuð að þér, væna mín?
Ertu þreytt?“
Hún hristi höfuðið og sneri sér
að honum. Hann brosti vingjarnlega
til hennar. En hvað hún var falleg
með þessi stóru gleraugu. En hún
sagði ekki aukatekið orð, sat bara
þarna og horfði á hann. En hvað
hún þekkti vel andlit hans með djúpu
hrukkunum, en samt var eins og
hún kæmi nú auga á.eitthvað, sem
áður hafði verið henni hulið. Það
hafði alltaf verið þarna .... það
vissi hún fullvel, en hún hafði bara
ekki verið fær um að veita því við-
töku: þessari óendanlegu góðvild
hans ....
Svo var eitthvað, sem brast í henni.
Áköf teygði hún handleggina í átt-
ina til hans.
„Tómas,“ allt að því hrópaði hún.
„Þetta getur ekki haldið svona á-
fram. Ég verð .... “
Hún snarþagnaði. Það var eins og
lífið hyrfi úr andliti Tómasar. Hann
liörfaði eitt skref aftur á bak, en
þegar liann tók loks til máls, var
rödd lians róleg og stillt:
„Ég skil þig mætavel, Ingiríður.
Mig hefur grunað þetta, en ég hef
bara látið sem ekkert væri. En þú
ert auðvitað laus, þegar þú vilt . .. . “
Hann sneri sér hægt við. I kyrrðinni
heyrði hún, hve þungt honum var