Samtíðin - 01.03.1958, Síða 17
SAMTÍtílN
13
TÍZKiiSÖIMGVARIIMIM TOMMY STEELE
RÖSKIR 16 mánuðir eru liðnir, síð-
an eldflaug ensks skemmtanalífs,
Tommy Steele, var skotið upp í há-
loft frægðarinnar. Þegar hann liafði
sveimað þar árlangt, námu tekjur
þær, sem stjórnandi hans gaf upp
til skatts fyrir hönd lians, um 3 millj.
72 þús. isl. kr. á skráðu gengi. Áð-
ur höfðu vitanlega allir útverðir pilts-
ins, sem hagnazt gátu af frægð lians,
svo sem: umboðsmenn hans, for-
leggjarar, áróðursmenn, hugsuðir,
hópur fagurra einkaritara, ljósmynd-
arar, lífverðir, textahöfundar, radd-
setjarar, umsjónarfólk skemmtan-
anna, grammófónplatnaútgefendur,
kvikmyndafólk, hárskeri söngvarans
o. fl. fengið sitt.
Brezka útvarpið, BBC, minntist
þess sl. haust, að rétt ár var þá lið-
ið, frá því að Tommy sló í gegn hjá
því, með því að ætla lionum hvorki
nieira né minna en rúman klukku-
tíma í sjónvarpsdagskrá sinni. Þeir
voru víst fáir, sjónvarpsnotendur á
Bt'etlandseyjum, sem skrúfuðu fyrir
tæki sín það laugardagskvöld. Samt
hefur þessi piltur úr fátækrahverfinu
East End í London ekki öllu meiri
raddstyrk en miðlungskvenmaður
(segjum Marlene Dietrich), og gítar-
spil sitt, sem er óaðskiljanlegt rödd
hans, hefur liann aðeins numið af
hálfgerðum viðvaningi í sjúkrahúsi
einu í London. Um starf sitt kemst
Tommy svo að orði „Ég hef þrælað,
meðan aðrir strákar gengu berserks-
Sang um göturnar.“
Þegar liann syngur og spilar undir
á gítarinn sinn, fer allt ungviði, sem
á liann hlustar, að gala og vagga sér,
eins og það væri dáleitt af afríkönsk-
um galdrameistara. Og Tommy kann
hlutverk sitt, því að fáum andartök-
um eftir að hann upphefur rödd sína,
eru allar telpur orðnar svo frá sér
numdar, að þær vita hvorki í þennan
heim né annan. Þannig hefur það
gengið til í Bretlandi þessa 16 frægð-
armánuði. Og þegar Tommy söng
og spilaði í Kaupmannahöfn, Stokk-
hólmi og Osló, fór allt á sömu leið.
'fc Heimsfrægur á þrem mínútum
Það var haustið 1956, að Tommy
Steele (fæddur Hicks) var fiskaður
upp úr fátækraliverfinu í Austur-
London. Einn af forráðamönnum
BBC hafði eftir ákafar umleitanir
náðarsamlegast leyft, að Tommy,
sem enginn vissi þá nein deili á, mætti
reyna sig þrjár mínútur í sjónvarp-
inu. Daginn eftir bárust Tommy 700