Samtíðin - 01.03.1958, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN
15
„Hann getur aldrei útskýrt neitt,
aldrei fært rök fyrir neinu, sem hann
er að hugsa um. En hann veit, að
hverju honum geðjast og livernig
hann vill, að það sé,“ segir andi nr. 2.
Æfingin heldur áfram. Ný lög eru
prófuð. Mikið er talað um „góða sál-
fræði, lélega sálfræði“ o. s. frv. Og
loks er kallað: „Þetta er nóg í dag!“
★ Hús handa mömmu og pabba
Æfingunni er lokið, og Tommy
liefur 5 mínútur til að sinna blaða-
mönnum. Síminn hringir. Það er
mektarmaður, sem árangurslaust
hefur verið að reyna að ná tali af
söngvaranum í samfleytt 13 daga.
„Segið honurn, að ég sé á blaða-
mannafundi og hafi engan tíma til
að sinna honum,“ segir Tommy.
Söngvarinn hefur á þessu fyrsta
frægðarári sínu keypt fallegt, nýtt
íbúðarhús handa foreldrum sínum,
en þeir höfðu, frá því hann fæddist,
búið í óvistlegu greni niðri við skipa-
kvíarnar. Einnig hefur hann keypt
sér ítalskan viðhafnarbil, flogið til
Frakklands i sumarleyfi sínu með
einn af einkariturum sínum, stutt
yngri bróður sinn f járhagslega, keypt
stórgjafir lianda fólkinu sínu.
„Ég er alltaf þessi sami og jafni
Tommy Hicks, sem bjó í Austur-Lon-
don og spilaði í kaffihúsunum og
kjallara-klúbbunum“, er vanavið-
kvæði hans. Rokkið? Æ, talið þið
ekki um það. Ég er nú þannig á vegi
staddur, að ég er alls eklíert upp á
það kominn,“ segir hann og leggur
áherzlu á orðin. „Síðan 1. apríl hef-
ur áróðursmaður minn ekki minnzt
á rokk. Það orð er algerlega bann-
fært — sem sagt alveg úr sögunni.
Hvað fortíð minni viðvíkur, segi
ég: Þið getið bara keypt ævisögu
mína. Hún kostar 2 og 6 og selzt
eins og volgt brauð. Þar stendur allt
um mig, sem máli skiptir. Eða farið
þið og sjáið Tommy Steele kvik-
myndina."
Hann talar eins og afbragðs sölu-
maður: „Framtíðaráform mín! Ég
byrja innan skamnis að leika aðal-
hlutverk — hertoga — í kvikmynd.
Síðan fer ég til Suður-Ameriku og
Ástralíu. Ég á að sýna látbragðslist
í Liverpool. Þangað verða allir boðn-
ir, sem liafa sent mér línu innan
100 km fjarlægðar frá borginni. Ég
hef duglega áróðursmenn,“ segir
hann á Lundúnaslangi sínu og bros-
ir öðru hverju — oftast vingjarnlega.
Frægð mín er eins og hús
Öi-lagavaldurinn Bevan segir:
„Tommy er bezti drengur! Mér þyk-
ir vænt um hann.“
Bezti drengur. Ætli það sé ekki
sanngjarn dómur. En frægðin hefur
auðvitað stigið honum nokkuð til
höfuðs, svo að stundum hefur hann
jafnvel sundlað. Og þá vaknar spurn-
ingin: „Hvenær fellur þessi gervi-
máni (sputnik) frægðarinnar til
jarðar. Um það hefur Tommy sjálf-
ur enga hugmynd.
„Frægð mín er eins og hús,“ segir
hann. „Ég hef vérið að leggja grunn-
inn að þvi í heilt ár og haft liann
traustan. Næst er að reisa stálgrind
og múra, og síðan kemur þakið. Ef
til vil legg ég aldrei þakið. Og hver
veit, nema ég verði að rifa húsið til
grunna og byggja á ný!“