Samtíðin - 01.03.1958, Blaðsíða 21
samtIðin
17
föngulegur, spilaði á píanó, söng vel,
spilaði bridge og lék tennis, var bráð-
fyndinn í svörum, prýðilega klæddur
og liafði alltaf skítnóga peninga til
að eyða í það kvenfólk, sem hann
var með í þann og þann svipinn.
Þó að Georg þætti stundum nóg
um fleðulætin i Dennis Rowley og
fyndist þau fram úr liófi keyrandi,
liafði hann fyrir sitt leyti látið þau
sér í léttu rúini liggja. Nú skynjaði
bann mikilvægi þessara smámuna.
Þau lijónin höfðu bæði gaman af
gleðskap og vildu gjarnan láta það
eilthvað heita. Þau léku tennis, þegar
gott var veður, spiluðu hridge, þegar
veðrið var vont. Við öll þessi tæki-
færi virtist Dennis æði oft vera mót-
leikari Evu. Hvar sem liún var stödd
í samkvæmi, var þessi náungi óðara
þar kominn. Og alltaf virtist liann
vera á hælunum á henni. Fólki gat
elcki dulizt þvílíkt og annað eins.
Georg mundi eftir sögum, sem
kona lians hafði sagt lionum, þegar
hann liafði komið heim úr verzlun-
arferðum, skopsögum og kjaftasög-
um. Hann heyrði óðara, hvaðan þær
voru komnar — frá Dennis Rowley.
Það var annars alveg hatramlegt, að
maður skyldi ekki mega hregða sér
að heiman einn eða tvo daga, án
þess að einhver drullusokkur væri
farinn að hundelta konuna manns!
Eða það, sem verra var: að hún
skyldi vera farin að elta hann!
Auðvitað komu gestir til konu
hans, meðan hann var að heiman.
Hvað annað? Hún fór líka í hoð.
Hann frétti, að hún hefði verið í
híó. Það hefði getað vakið honum
grun. Eva var oft að minnast á kvik-
myndir, og kom þá á daginn,
að hún hafði séð allt aðrar myndir
en vinkonur hennar. Af þessu mátti
ráða, að hún hefði ekki farið í híó
með þeim. Með hverjum hafði hún
þá farið? Svarið kom alveg ósjálf-
rátt: með Dennis Rowley.
Auðvitað ræsti Eva íbúðina, eftir
að hún hafði fengið gesti, sem trú-
legast voru konur, grannkonur, sem
maður hennar þekkti. Engu að síður
fannst Georg hann finna annars kon-
ar reykjarlykt en af sígarettunum,
sem hann var sjálfur vanur að reykja.
En konur reyktu nú líka, og sum-
ar þeirra höfðu ef til vill komið með
menn sina með sér til að slá í bridge.
Hver vissi, nema konu hans fynd-
ist hún liafa fullmikið að gera. Ef
til vill saknaði hún þess að eiga ekki
hörn eða þjáðist af of mikilli ein-
veru.
Hið siðastnefnda var nú næsta
broslegt. Yfirleitt var hann aldrei
lengur að heiman en eina nótt í
viku. Hann þekkti konur, sem urðu
að sætta sig við meira einlífi en það.
í nótt ætlaði liann að gera upp við
liana sakirnar. Hann gat ekki sætt
sig við að lifa í þessari óvissu fram-
ar. Ef Eva væri honum ótrú, mundi
hún og friðill hennar hrosa í laumi
að fávizku lians. Ilið sama myndi
annað fólk gera, eins og fram kom
í orðum tóhakssalans. Hann ætlaði
að hreyta um ferðaáætlun, koma við
lijá viðskiptamönnum í grenndinni,
í stað þess að fara í langferð, eins
og hann liafði ætlað sér.
Þennan dag fór Georg Dursell
hringferð um þorp og smábæi. Hann
hélt áfram ferð sinni, þar til búðum