Samtíðin - 01.03.1958, Síða 22

Samtíðin - 01.03.1958, Síða 22
18 SAMTÍÐIN var lokað um kvöldið, en varð að eyða nokkrum klukkutímum eftir það. Hann ók þá liægt og gætilega og sneiddi hjá borgum og fjölförn- um vegum. Um níuleytið nam hann staðar til að fá sér kvöldverð. Rétt fyrir klukkan tíu staldraði hann við í krá til að fá sér einn lítinn. Eftir það ók hann bílnum í mestu hægð- um sínum. Klukkan var því orðin ellefu, þegar hann kom til borgar- innar, þar sem liann átti lieima, hálf tólf þegar hann stöðvaði hílinn í hliðargötu rétt hjá strætinu, sem liann bjó við. Þaðan labbaði liann hljóðlega að framdyrunum á húsi sínu. Hvergi var ljós í gluggum. Hann varð grip- inn eftirvæntingu, þegar liann stakk lyklinum í skráargatið. Öviljandi hafði Eva ekki skilið dyrnar eftir ólæstar og án þess að skjóta slag- brandinum fyrir hurðina. Það var ótrúlegt, að hún hefði gleymt því, þar sem hún var alein í húsinu og þurfti þar af leiðandi á vernd að halda. Maðurinn gekk þegjandi upp á loft. Þegar hann staldraði við fyrir utan dyrnar á svefnherbergi sinu, heyrði hann hvíslandi raddir og hlátur. Georg hratt upp svefnlierbergis- hurðinni, kveikti ljósið og skundaði að lijónarúminu. Iíona hans rak upp óp, reis upp í rúminu og sveipaði að sér rúmfötunum. En þó að hún lyfti lökunum og ábreiðunum, dukl- ist ekki, að maður lá við hlið henn- ar í rúminu. Eva leit á mann sinn með skelfdu, biðjandi augnaráði, en hann þreif i rúmfötin og svipti þeim ofan af þeim. Þarna lá Dennis Rowley. Hræði- legt andartak leið, og ekkert þeirra hreyfði hönd eða fót, nema hvað Eva titraði öll. Maður hennar stóð þarna og starði á skötuhjúin. Oft furðaði hann sig á því síðar, að hann skyldi ekki beita ofþeldi. 1 þess stað varð hann gripinn djöfullegum galsa. Hann rak upp snöggan hlátur. Svo stikaði liann út að glugganum og opnaði neðri rúðurnar. Því næst þreif hann rúmfötin og þeytti þeim út á flötina fyrir framan liúsið. Hann glotti, þegar hann sá, hvar föt manns- ins og konu hans lágu á stólum. Hann seildist eftir þeim ásamt nátt- fötum konu sinnar og greiðslusloppi og senti öllu saman út um gluggann á eftir rumfötunum. Um leið og hann gekk sigri hrós- andi og hlæjandi út úr lierberginu, sneri liann lyklinum í skránni og læsti dyrunum að utanverðu. Svo þaut hann niður stigann, skildi úti- dyrnar eftir opnar og hljóp út á götuhornið. Þar var símaklefi. Það- an hringdi Georg Dursell í skyndi á slökkviliðið, sjúkrabíl og lögregl- una og gleymdi aldeilis ekki að segja, hvert þeir ættu að koma. Svo labb- aði hann í hægðum sínum og svo að lítið bar á um götuna til að sjá, hverju fram yndi. ÞEIM FJÖLGAR daglega, sem lesa Sam- tíðina. Sendið okkur áskriftarbeiðnina á bls. 32 og þér fáið árlega 10 hefti fyrir að- eins 55 kr. og 1 eldri árgang í kaupbæti. Radarta-ki, Asdictæki, Dýptarmælar, Dýpt- armælapappir, Segulbandstæki, Segul— bönd, Kvikmyndavélar, Útvarpsviðgerðir. FRIÐRIK A. JÓNSSON Simi 1-41-35. Garðastræti 11. Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.