Samtíðin - 01.05.1958, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN
31
ÞEIR VITRL
WALTER WINCHELL: „New
York er mesta nýtízkuborg heimsins,
en samt eru þar um 200.000 heimili,
sem vanhagar um baðherbergi.“
BERNARD SHAW: „Fólk verður
alltaf leitt hvert á öðru. Ég verð
þreyttur á sjálfum mér, ef ég er skil-
inn eftir einsamall í tíu mínútur, og
þó er ég viss um, að mér þykir vænna
um sjálfan mig en nokkrum manni
þykir um annan mann.“
ELBERT HUBBARD: „Drottinn
niun ekki virða þig fyrir sér í leit
að heiðursmerkjum, gráðum eða
prófskírteinum, heldur örum.“
PLATON: „Sá, sem ræðst á trú-
arbrögðin, elskar ekki ættjörð sína,
því að guðleysi eyðileggur ríkið.“
THOMAS KETTLE: „Það er með
hugmyndir eins og regnhlífar; ef þær
eru á glámbekk, er hætt við, að eig-
endaskipti verði að þeim.“
ARLAND USSHER: „Það er að-
eins ein trú,.sem hægt er að afsanna
nieð valdi, og það er trúin á vald-
ið sjálft.“
BERNARD SHAW: „Skrítið er
tað, að þeir, sem aldrei hafa sjálfir
hugsað nokkra hugsun, skuli alltaf
verða fyrstir til að opna okkur hjarta
sitt.“
DR. JOHNSON: „Eiginmaður er
venjulega ánægðari yfir því að hafa
góðan miðdegismat á borðinu fyrir
framan sig, en þó að konan hans
Sæti talað grísku.“
sögðij:
IMVJAR BÆKUR
Sigurður Helgason: Eyrarvatns-Anna.
Skáldsaga. 256 bls., íb. kr. 80.00.
Guðmundiu- L. Friðfinnsson: Leikur blær
að laufi. Skáldsaga. 258 bls., íb. kr.
95.00.
Guðni Jónsson: Islenzkit' sagnaþættir og
þjóðsögur II. hefti. 2. útg. 160 bls., ób.
kr. 30.00.
Guðmundur Einarsson: Bak við fjöllin.
Sextán ferðaþættir og frásagnir eftir
höf. 168 bls., ib. 95.00.
Kristín og Arthur Gook: Flogið um álfur
allar. Ferðasaga með 41 ljósmynd eftir
höf. 200 bls., íb. kr. 98.00.
Gunnar M. Magnúss: 1001 nótt Reykja-
víkur. I. bindi. Nýstárlegar, fróðlegar og
skemmtilegar lýsingar úr Reykjavíkur-
lífinu fyrir og eftir síðustu aldamót.
200 bls., íb. kr. 150.00.
Gunnar Benediktsson: Snorri skáld í
Reykholti. Leikmaður kryfur kunnar
heimildir. 177 bls., ób. kr. 85.00, ib.
110.00.
Guðfinna Þorsteinsdóttir: Völuskjóða.
Frásagnarþættir um ýmis efni. 176 bls.,
íb. kr. 118.00.
Ragnar Ásgeirsson: Skrudda. Sögur,
sagnir og kveðskapur. 336 bls., ób. kr.
95.00, íb. 125.00.
H. P. Fawcett: 1 furðuveröld. Búin til
prentunar af Brian Fáwcett eftir dag-
bókum hans, bréfum og handritum.
Hersteinn Pálsson þýddi. 219 bls., íb.
kr. 135.00.
Rannveig Tómasdóttir: Lönd i ljósaskipt-
um. Ferðasaga frá Egyptalandi, Kína
og Rússlandi. 151 bls., ób. kr. 110.00,
íb. 140.00.
Útvegum allar fáanlegar bækur, Kaupið
bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið
er mest. — Sendum gegn póstkröfu um
land allt.
BÓKAVERZLUN
ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F.
Austurstræti 8, Reykjavík. Sími 1-45-27.