Samtíðin - 01.05.1958, Blaðsíða 14
10
SAMTÍÐIN
þess væri enginn kostur. Ég fann
líka, að mynd Helgu mundi ég aldrei
geta máð úr hjarta mér. Hins vegar
fannst mér óbærilegt að geyma hana
þar, eins og nú var komið. Það mundi
kvelja mig ævilangt. Nei, skást mundi
að hverfa úr þessum auma heirni.
En yrði það ekki til þess að eyðileggja
líf Helgu? Hvað kæmi mér það við?
Trúlega myndi þessi kennari geta
stutt hana! Þetta væri mátulegt á
þau.
Ég hafði verið svo niðursokkinn i
hugsanir mínar, að ég veitti því enga
eftirtekt, að ég var kominn nokkuð
upp í fjall. Ég var staddur á Breiða-
hjallanum, næsta hjalla fyrir ofan
Beitarhúsahjallann, framan við Illa-
gil, eitt versta og hættulegasta gilið
i fjallinu. Utan við þetta voðalega
gljúfur var féð mitt á beit. Lækurinn
í gilinu hafði bólgnað upp nótt og
dag langa lengi, svo að nú var það
orðið fullt af svellbólstrum. Þessi
lijalli var allbreiður. Frá klettinum
fyrir ofan og niður á hann miðjan
var bólstrinn hallalítill, en alls stað-
ar breiður. Var hér elcki verið að
leggja tækifærið upp i hendurnar á
mér? Iivernig váeri að reyna að
klungrast hér yfir ? Litlar líkur voru
á, að það mundi takast, jafnvel eng-
ar. En þá væri þessu auraa lífi mínu
líka lokið, eins og bezt væri! Og allir
mundu halda, að ég hefði látizt af
slysförum — nema þau tvö.
Án þess að hika hljóp ég út á bólstr-
ann. Engin skynsemi komst þar að.
Ekki var ég langt kominn, þegar ég
missti fótanna og skall endilangur.
Þá var úti um mig, því að engin leið
var að fóta sig á ný. „Vertu rólegur,“
hugsaði ég, um leið og ég lokaði aug-
unum og sentist af stað. En Guð
minn góður. Ég sá, hvar Helga stóð
utan við bólstrann. Andlit bennar var
grátbólgið, og hún breiddi faðminn
móti mér. Og nú fyrst komst sú hugs-
un að bjá mér, að líklega hefði Helga
aðeins verið að taka til í stofunni, að
kennarinn hefði þá í gamni eða al-
vöru tekið utan um hana, en hún
einmitt verið að slíta sig af honum,
þegar ég opnaði dyrnar, og alls ekki
verið að kyssa hann. Hafði ég ekki
heyrt grátklökkvann í röddinni, þeg-
ar hún kallaði á eftir mér?
En hvað var ég að gera? Var þetta
að efna það lieit, sem ég liafði gefið
Helgu? Nú hafði ég lagt líf hennar og
hamingju í rúst. Svona stóð ég þá við
lieit mín.
Ég opnaði augun. Hér var engin lífs
von. Á þessari hættunnar stund varð
ég gripinn ómótstæðilegri lífslöngun.
Ég þráði af allri sál minni að mega
faðma Helgu, þrýsta henni að brjósti
mér, biðja bana fyrirgefningar. En
nú var það um seinan. Ég reyndi að
átta mig á aðstæðum mínum. Var
þarna lífs von? Upp úr svellbólstr-
unum, rétt ofan við hamrabeltið,
stóð lítill steinn. En þó ég gæti stöðv-
að mig á lionum, voru litlar líkur
til, að ég gæti legið þar, þangað til
ég fyndist. Að komast þaðan hjálpar-
laust var engin leið. En nú veitli ég
því athygli, að á hjalíabrúninni, eða
réttara sagt efst i berginu, reis stór
birkihrísla, sem slútti inn yfir svell-
bólstrann. Heldur litlar likur voru til,
að hún hefði mikið hald. Ég hafði
engan tíma til umhugsunar. Ferðin
á mér jókst sífellt. Ég spyrndi við fót-