Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Side 3

Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Side 3
1914—1934 AFMÆLISBLAÐ VERKAKVENNAFJELAGSINS FRAMSÓKN 3 fjelagsstjórnin tal við nokkra helstu atvinnurekendur um kauptaxta fje- lagsins, og tóku flestir þeirra vel undir það, að greiða kaup eftir taxta fjelagsins. Mun taxtanum hafa verið fylgt alment um vorið og sumarið, þótt vafningar og undan- færslur ættu sjer stað á einum eða tveimur stöðum. Hinu sama fór fram árið eftir, 1916, að ekki varð verulegur ágreiningur um kaupið, og taxla Framsóknar mun liafa vcrið fylgt yfirleitt. Á þessum árum fór dýrtið vax- andi hröðum skrefum. í ársbyrjun 1917 gerði fjelagið fundarsamþykt um breytingar á „aukalögunum“ og liækkaði taxtann til muna. Dag- kaup var ákveðið 40 aur. um klst., eftirvinna 50 aur. og nætur- oe lielgidagavinna 75 aurar. Þetta var tilkynt útgerðarmönn- um. En þeir tóku þvert fyrir að fall- ast á þenna taxta, en buðust til að semja um miklu lægra kaup. Á fjelagsfúndi 28. jan. var málið rætt, og komust konur að þeirri nið- urstöðu, að ákvörðun fjelagsins mundi ekki einhlít, og samningar voru óhjákvæmilegir. Fól fundurinn stjórninni að senija við útgerðar- menn um kaupið. Eins og vænta mátti náðu konur ekki því sem þær fóru fram á, en gengu að samkomulagi um nokkuð lakari kjör. Var samningur gerður og undirritaður fyrstu dagana i fe- brúar. Með þvi að þetta var fyrsti samn- ingur um kaup, sem verkakonur hafa gert við atvinnurekendur, þyk- ir lilýða að birta liann hjer orð- réttan: KAUPTAXTI verkakvennafjelagsins „Framsókn", samkvæmt samningi við atvinnurekendur: A samningsvinnu: 1. Fyrir að þvo 100 af þorski og löngu ................ 0,90 2. Fyrir að þvo 100 af upsa . . 0,70 3. Fyrir að þvo 100 af ísu og smáfiski ................ 0,65 4. Fyrir að þvo 100 af Labra- dor ..................... 0,35 Tímavinna á virkum dögum: Frá 6 árd. til 6 síðd.........0,36 — 6 síðd. til 8 siðd...... 0,42 — 8 síðd. til 6 árd........0,70 Á helgum dögum og sumar- ardaginn fyrsta i þurrum fiski, nema upp og útskipun ........ 0,65 Við aðra vinnu á helgum . . 0,70 Vikukaup, frá 6 árd. til 6 síðd.: Án venjulegra hlunninda . . . 21,00 Með venjulegum hlunnindum 18,75 Sé unnið eftir kl. 6 síðd. er tima- borgun eins og að ofan greinir. Taxti þessi gildir frá 1. febr. til 31. des. 1917. Vegna þess, að ckki verður kom- ið við að nefna annað en höfuð- atriðin í þessu stutta yfirliti verður hér á eftir skýrt frá dagkaupi, eft- irvinnu og lielgidagavinnu og samn- ingsverði um þvott á þorski (stór- fiski). Þetta kaup, sem um var samið 1917, Iijelst óbreytt árið eftir (1918). í ársbyrjun 1919 var samþ. að fara fram á verulega kauphækkun, og fóru brjefaskriftir um það milli fjelagsstjórnarinnar og útgerðar- manna. Fóru konur fram á 60 aur. um klst. og kr. 1,50 fyrir 100 af þorski. Útgerðarmenn vildu að vísu liækka kaupið, en ekki nærri svo mikið, sem konur fóru fram á. Á fjelagsfundi 24. apríl fjekk stjórnin umboð til að scmja við út- gerðarmenn, og var samningur und- irritaður 30. april. Samkv. honum var kaup ákveðið þannig: Dagkaup 55 aur. á klst. Eftirvinna, sunnud.- og helgid.v. 80 aur. á klst. Fyrir 100 af þorski kr. 1.40 Þessi samningur gilti að eins fvrir ]iað ár. í byrjun næsta árs (1920) l.eitaði stjórnin á ný samninga við atvinnurekendur og fór fram á mikla kauphækkun vegna þeirrar dýrtíðar, sem þá var orðin. Útgerð- armenn vildu að visu hækka kaup- ið, en að eins i lilutfalli við dýrtið- arvísitölur Hagstofunnar. Var í byrjun apríl samið um 85 aura tíma- kaup til bráðabirgða, þar til út- reikningar Hagslofunnar á vísitölu lægju fyrir. Þeir reikningar voru Jagðir fram siðar á vorinu. Breytt- ist kaupið samkv. þeim í 97 aur. um klst., eftirvinna og lielgidagavinna kr. 1,10 og aðrar greinir kauptaxl- ans nokkurnveginn i hlutfalli við það. Á útmánuðum 1921 liófst enn þref um kaupgjaldsmálið. Atvinnu- rekendur fóru fram á mikla kaup- Jækkun og kusu nefnd úr sínum lióp til samninga við stjórn Fram- sóknar. Buðu atvinnurekendur 70 aur. um klst. og 20 aur. liærra kaup i eftirvinnu. Þessu neitaði stjórnin. Bauðst hún til að ganga að veru- legri lækkun á dagkaupi, en eftir- vinnu- og helgidagakaup hjeldist ó- breytt. Á fjelagsfundi 28. apríl ti 1- kynti stjórnin að samningatilraun- ir hefðu engan árangur borið, og gagnslaust að reyna frekar þá að- ferð. Fundarkonur neituðu einum rómi tilboði atvinnurekenda, en ákváðu að setja sjálfar kauptaxta, hvað sem atvinnurekendur segðu eða gerðu: 80 aur. um klst. i dagvinnu og kr. 1,10 i eftirvinnu og kr. 2,00 fyrir 100 af þorslci. Þessi taxti var samþyktur á fundinum og auglýst- ur strax á eftir. Svo ákveðnar og einhuga voru vcrkakonur i þessu máli, að at- vinnurekendur gugnuðu f'yrir og greiddu kaup eftir taxta Framsókn- ar, ekki að eins þetta ár, heldur líka næstu 2 árin, 1922 og 1923. Seinni hluta vetrar 1924 fóru verkakonur fram á kaupliækkun, upp í 90 aur. á klst., og leiluðu sam- komulags við atvinnurekendur um það. Stóð í samningaþófi um þetta all fram i maílok. Árangurinn varð elcki annar en sá, að ákvæðisvinna í fiskþvotti hækkaði lítið eitt, 100 af þorski kr. 2.25. Árið eftir, 1925, átti fjelagið enn í samningum við atvinnurekendur, og náði þeim árangri, að dagkaup var hækkað upp í 90 aur. á klst. Annað óbreytt. Snemma í janúar 1926 fóru fram umræður milli atvinnurekenda og fjelagsstjórnarinnar i tilefni af því, að atvinnurekendur höfðu krafist mikillar kauplækkunar. Buðust þeir til að borga 80 aur. í dagvinnu, kr. 1.10 í eftirvinnu og kr. 2.00 l'yrir 100 af þorski. Þessu tók stjórnin fjarri, og sama gerðu verkakonur á fjelagsfundi 21. jan. Var nú haldið áfram samninga- tilraunum. I byrjun febrúar var svo komið, að fjelagsstjórnin hafði gengið inn á 85 aur. dagkaup, og atvinnurekendur höfðu hækkað á- kvæðisvinnu upp i kr. 2.20 á 100 af þorski. En mikið vantaði á að sam- an gengi, og var málinu þá vísað til sáttasemjara í vinnudeilum. Á fjelagsfundi 18. febr. var til- kynt að samningaumleitanir sátta- semjara hefðu engan árangur borið. Það slceði þessu næst, að atvinnu- rekendur sendu út meðal verka- kvenna prentað tilboð um kaup, til undirskriftar, og gerðu með því til- raun til að sundra samtökum verlcakvenna með því að fá eina og eina til að undirskrifa skjalið. Þetta tilboð var rætt á fjelagsfundi 4. mars, og samþykti fundurinn með 169 atkv. gegn 3 að hafna tilboðinu. Þá var á fundinum samþyktur kauptaxti, sem stjórnin birti i blöð- um daginn eftir. Helstu ákvæði hans voru þessi: Dagkaup 85 aur. um klst. Eftirvinna kr. 1.00 um klst. Nætur- og sunnudagavinna kr. 1.25 um klst. Þvottur á þorski kr. 2.20 á 100. Konur skyldu hafa karlmanna- kaup ef þær væru látnar fara um

x

Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn
https://timarit.is/publication/661

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.