Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Page 5

Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Page 5
1914—1934 AFMÆLISBLAÐ VERKAKVENNAFJELAGSINS FRAMSÓKN 5 Maria Pjetursdóttir. Herdís Símonardóttir. Jólianna Jónsdóttir. fund og tilkynti henni þá ályktun sína, að Dagsbrún skyldi hefja sam- úðarverkfall að morgni næsta dag. Jafnframt tilkynti sambandstjórn- in að hún liefði skipið 3 menn í verkfallstjórn og 3 menn í samn- inganefnd. Þá krafðist sambandsstjórn þess, að Dagsbrún stöðvaði alla vinnu við togara, sem kæmu af fiskiveið- um. Að morgni 16. mars mætti öll stjórn Dagsbrúnar á liafnarbakkan- um kl. 5% og stöðvaði vinnu við alla togara og önnur fiskiskip, sem komu af veiðum. Verkfallsverði setti Dagsbrún nótt og dag. Þann 17. mars barst sambands- stjórn svoliljóðandi hrjef frá Fje- lagi íslenskra botnvörpuskipeig- enda: „Vegna samþyktar Alþýðusam- bands íslands, samanber tilkynn- ingu til fjelags vors dags. 15. þ. m. um að stöðva uppskipun úr togur- unum. hefur fjelag vort samþykt að stöðva frá kl. 6. e. h. á morgun alla hafnarvinnu hjer í Reykjavík við upp- og útskipun á kolum þeim og salti, sem fjelagsmenn ráða yfir, nema þvi að eins, að oss hafi innan þess tíma borist tilkynning frá yð- ur um að lokið sje tilraunum yðar til að stöðva vinnu við togarana". Deilan liarðnar nú dag frá degi. Verkbann við skip var látið ná til Viðeyjar og Hafnarfjarðar, og veitti ýmsum betur. Er ekki rúm til að skýra nánar frá atburðum hjer. Að morgni 22. mars bannaði stjórn Dagsbrúnar alla vinnu við Reykjavíkurhöfn, eftir skipun sam- handsstjórnar kvöldið áður. Meðan þessu fór fram voru reyndir samningar við útgerðar- menn. En þeir tóku f jarri að ganga inn á samkomulag. Vildu þeir snúa sókn sinni á liendur Dagshrún og heimta einnig kauplækkun þar. Horfurnar voru nú orðnar frem- ur ískyggilegar. Dagsbrún var illa viðhúin að mæta löngu verkbanni, ef því yrði lýst yfir, eftir að hafa staðið i samúðarverkfalli alllangan tíma. Stjórn Sjómannafjelags Reykjavíkur treystist ekki að fyrir- skipa samúðarverkfall í því fjelagi. Að lokum var það ráð tekið, að ganga inn á samninga við atvinnu- rekendur um kaup kvenna, þótt ekki næðust svo góð kjör, sem kon- ur höfðu farið fram á, og þá með þvi skilyrði, að ekki yrði haggað við kaupi verkamanna. Samningur var gerður að kvöldi 26. mars, og undirritaður af for- seta Alþýðusamhandsins f. li. sam- bandsstjórnar. Samkv. þeiiii samningi var kaup ákveðið þannig: Dagkaup 80 aur. á klst., eftir- vinna kr. 1,00, nætur- og helgidaga- vinna kr. 1,10. Þvottur á þorski kr. 2,10. Ástaug Jónsdóttir. Sigriður Ólafsdóttir. Steinunn Þórarinsdóttir.

x

Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn
https://timarit.is/publication/661

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.