Afmælisblað Verkakvennafjelagsins Framsókn - 25.10.1934, Side 10
10
AFMÆLISBLAÐ VERKAKVENNAFJELAGSINS FRAMSÓKN
1914—1934
í Reykjavík en nú, þó geysimikið
standi á þessn sviði ennþá til bóta.
En svo jeg snúi mjer nú að verka-
kvennafjelaginu Framsókn, þá man
jeg ekki eftir neinu máli, sem veru-
lcga hefur skipt fyrir Alþýðuflokk-
inn, og þar með hag alls verkalýðs-
ins á Islandi, án þess að verkakon-
urnar liafi átt mikinn þátt í því. Alt-
af liefur verið gengið að því sem
vísu, þegar óeigingjarnt og fórnfúst
slarf var nauðsynlegt, að ekki stæði
á meðlimum verkakvennafjelagsins
Framsókn, enda liefur það aldrei
brugðist. Þeir, sem fylgst hafa með
i starfi Alþýðuflokksins, vita því
hve mikið af því heillaríka starfi,
sem hann hefur unnið, er að þakka
verkakvennafjelaginu Framsókn.
Ó. F.
Herðum sóknina
I dag minnast verkakonur 20
ára afmælis fjelags síns.
Sjálfsagt fer það nokkuð eftir
skapgerð hverrar einstakrar konu
á hvern hátt liún minnist afmælis-
ins og fjelagsins. Margar konur
munu fyrst og fremst hugsa um
baráttuna, erfiðleikana, andstreym-
ið. Hugsa um fyrstu árin þegar fje-
lagið var veikt og vanmáttugt og
varð að biðja í stað þess að Icrefjast.
Hugsa um liðsmennina sejn brugð-
ust skyldum sínum og hurfu úr
hópnum. Hugsa um takmörkin sem
ekki var liægt að ná, áformin sem
ekki var hægt að framkvæma.
Aðrar munu fyrst og fremst
minnast hjörtu hliðanna. Minnast
þess hvernig alt hefur þó „þokast
i áttina“ á þessum 20 árum. Minn-
ast sameiginlegra átaka, sameigin-
legra sigra. Minnast ánægjulegrar
samvinnu, skemtilegra samveru-
stunda og fjelgslegs þroska sem
starfið hefur veitt.
Og ekki mun því með rjettu verða
mótmælt, að allar þær konur sem
unnið hafa að vexti og viðgangi fje-
lagsins liafi ástæðu til að gleðjast
vfir því, sem fjelaginu hefur ágengt
orðið.
Til þess að sjá það þarf ekki ann-
að en lesa það ágrip af sögu f jelags-
ins sem skráð er hjer að framan. En
fljótlegast mun þó vera að gera sjer
grein fyrir gildi fjelagsskaparins,
með því að hugsa sjer að ekkert
verkakvennafjelag hefði starfað
hjer öll þessi ár. Hvað væri kaupið
þá? Hver væru þá kjör og aðbúð
verkakvenna?
En þó það kunni að þykja illa við-
eigandi á liátíðisdegi fjelagsins,
Til
Verkakvennafjelagsins
Framsókn
Þegar alla ísa leysti
ui'ðu smáir lækir fljót.
Lyftist merki hollrar lireysti
liiminsól og vori mót.
Þetta er ykkar þroskasaga,
þetta er velferð æskunnar.
Samtök megna að móta og laga
menning næstu kynslóðar.
Vonin á á sjer vængi nóga
verður hjart um hennar rann.
Þegar gull og græna skóga
glitra sjáið framundan.
Heill og giftu hundraðfalda
hlutuð þið i feðra arf.
Blessi drottinn allra alda
ykkar samtök, dáð og starf.
Vakið, starfið, vorið kallar,
verður lilýtt um sálir manns.
Verður hjart um borgir allar,
hjart um framsókn nútímans.
Látið alt hið fúna falla,
feigð og jnoldu hníga í skaut.
Látið andans orku kalla
ykkur fram á sigurbraut.
Sigurður Jónsson.
þegar allir eiga að vera — og ætla
sjer að vera — glaðir og í góðu
skapi, þá vildi jeg minna á að fögn-
uðurinn yfir því sem áunnist liefur
má ekki draga úr áhuganum til að
berjast fyrir því sem enn er ófeng-
ið. Og það er margt. Þetta er ekki
áfellisdójnur yfir neinum eða neinu,
þó svo sje, því það mun mála sann-
ast, að meðan grundvöllur núver-
andi þjóðskipulags helst óhreyttur,
með öllu sínu ranglæti, grimd og
lieimsku, þá megna verklýðssamtök-
in, hversu öflug sem þau eru, ekki
að skapa fullnægjandi úrlausn.
Við skulujn taka til dæmis eitt af
þvi sem allra harðast leikur verka-
lýðinn, konur og karla: atvinnuleys-
ið og öryggisleysið. Meðan valdið
yfir framleiðslutækjunum er í
höndum atvinnurekenda, sem liafa
sinn eigin hag að takmarki, þá fylg-
ir atvinnuleysið verkalýðnum eins
og slcuggi. Meðan ágóði framleiðsl-
unnar gengur að miklu leyti til ó-
hófsþarfa einstaklinga, en ekki til
fullnægingar á sameiginlegum
þörfum þeirra senj vinna, þá þarf
ekki mikið út af að bera til þess að
skorlurinn og neyðin berji að dyr-
um alþýðunnar. Meðan alþýðan við
sjó og i sveitjim hefur ekki vit eða
vilja til að taka yfirráð framleiðsl-
unnar í sínar eigin hendur, þá lilýt-
ur þetta svo að vera.
En það rajinalega er að um þetta
getur alþýðan — konur og karlar —
fyrst og fremst kent sjáfri sér, liún
er fjöldinn, hún hefur því valdið,
máttinn — ef hún aðeins notaði
liann rjettilega.
Við getum líka tekið annað dænii,
seiij snertir mikið starf verka-
kvennafjelagsins Framsókn. Það á
sjúkrasjóð til styrktar veikum og
fátækum fjelagskonum. Árlega
leggja fjelagskonur á sig mikla
vinnu, erfiði og fyrirliöfn til að afla
sjóðnum tekna. Úr honum hafa
verið veittar allmiklar fjárupphæð-
ir, eftir því sem við er hægt að bú-
ast. Og það liefur orðið fjölmörgum
konum bæði mikil hjálp á erfið-
leika stundunj og auk þess er oft og
einatt ekki minna virði sá mikli
styrkur sem í því er fólginn að finna
samúð og vinsemd annara og að
menn standi ekki einir og yfirgefnir
af öllutn með liyrðar sinar. En þrátt
fyrir alla þá vinnu sem fjelagskon-
ur liafa lagt á sig og þrátt fyrir all-
an þeirra fórnfúsa áliuga, þá er þó
starf sjúkrasjóðsins ekki nema lítið
spor í áttina, samanborið við öll
bágindin og neyðina, því Grótta-
kvörn þjóðskipulagsins, sú sem mal-
ar yfirráðaréttindi auð og allsnægt-
ir, skapar hinum hlutanum hágindi,
sjúkdóma, slys og dauða. Og móti
því megnar öll góðvild og lijarta-
gæska einstaklingsins, svo sorglega
lítið, ef ekki fylgjast að fleiri úr-
ræði.
Svona jnætti lengi lialda áfram
að telja, en tímihn og rúmið er tak-
markað. Þessi orð eru ekki skrifuð
til að vanþakka eða telja kjark úr
fjelagskonum, þvert á móti eru þau
skrifuð með ósk um að geta hvatt
þær til þeirrar baráttu sem valdið
geti úrslitum.
Það þarf að hrjóta á hak aftur
vald rangíætisins í atvinnumálum,
fjármálum og stjórnmálum.
Það er lifsnauðsyn vei’kalýðsins,
köllun hans og skylda.
Geri hann það hefst sannarleg
framsókn í lífi þjóðarinnar.
Minnist þess Framsóknarkonur,
nú við 20 ára merkjasteininn.
Til hamingju með liðin og ófar-
in ár.
Ljótunn.
Ritstj.: Pjetur G. Guðmundsson.
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.