Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 39

Morgunn - 01.06.1946, Page 39
MORGUNN 29 benti honum, að koma ekki of nálægt sér. Honum varð begar Ijóst, að vera þessi var ekki af holdi og blóði, og innan stuttrar stundar hvarf hún sjónum hans í gegnum dymar. Hann segir, að af þessari veru hafi staðið ljómi niikill og þó mestur af augum hennar, höndum og brjósti. Ásjónan varð honum ógleymanleg, stóð honum skýr í niinni. Sex eða sjö árum síðar bar fundum okkar saman, og þegar í stað þekkti hann, að ég var þessi kvenvera, sem hafði vitrast honum í astral-líkama. Að vissu leyti kom betta honum ekki á óvart, því að hann var orðinn sann- fasrður um, að líkamlega mundi hann einhvern tíma kynn- ast þessari veru, sem hann var farinn að elska í andanum. Frá þessari stundu hefur sálræn þekking hans og vitneskja um allt, sem viðkemur mér, verið frábær og hefur aldrei brugðizt. Fyrir þrem árum, þegar vinur minn var staddur á ferð í Lundúnum, en ég var hér heima, urðum við þess bæði vör, sama kvöldið, að eitthvert annarlegt afl væri að leita bess, að aðskilja okkur. Hvort um sig skrifuðum við hjá okkur þessa reynslu samstundis, og óttuðumst, að annað hvort okkar myndi deyja. Við skrifuðum hvort öðru þetta samstundis. 1 bréfi sínu segir hann mér, að hann hafi geng- ið út í garðinn við húsið, sem hann var staddur í í Lund- Onum, til þess að yfirvinna ótta sinn, og þá hafi hann Sreinilega heyrt mig leika á slaghörpuna mína heima. 1 bréfi mínu sagði ég honum, að ég hefði þegar setzt við hljóðfærið, til þess að hrinda burt hræðslunni, sem greip toig, hræðslunni við það, að við yrðum að skilja. Skömmu síðar fór hann skyndilega til Kanada í verzl- únarerindum. Hann sagði mér síðar, að á heimleiðinni hefði skínandi mynd af mér birtzt sér á þilfari skipsins, Sem hann ferðaðist með, og tvisvar eða þrisvar í klefa sinum í skipinu. Margt gerðist undarlegt um þetta leyti. Meðal annars ^i'oymdi okkur sömu nóttina langan, mjög ítarlegan og Ottiurlegan draum. Þegar hann kom að heimsækja mig

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.