Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 56

Morgunn - 01.06.1946, Page 56
46 MORGUNN sálarrannsóknum Sir William Crookes, sem ég hefi getið í þessari bók. Ef sönnunargögn spíritisinans eru ófullnægj- andi til þess að reisa á þeim trú í hleypidómalausum huga, nægja sannanirnar í Ritningunni miklu síður til þess. Trú- aður kristinn maður, sem hafnar sönnunum spíritismans, vergður að gera sér Ijóst, að hann hugsar ekki rökrétt. En nú inni ég til þess aftur, að þegar ég er spurður að því, hvort ég álíti, að Jesús hafi aðeins verið maður, hneykslast ég á orðinu „aðeins“. Er maðurinn að sjálf- sögðu svo fyrirlitleg vera, í sinni fullkomnustu mynd, að það sé guðlast, að nefna Jesú mann? Ég játa það, að það kynni að vera ekki fjarri lagi, ef enginn maður hefði komið fullkomnari en sjálfur ég. En hvað er að segja um hina heilögu menn, eins og Frans frá Assisi, Emerson, Keble og marga aðra? Hvar eru efri takmörkin á manneðlinu? 1 ritgerð sinni um tilbeiðsluna segir Emerson: Dragðu, ef þú getur, hina dularfullu marka- línu, sem aðgreinir glögglega það, sem hans er, frá því, sem er þitt, og sýnir þannig, hver er guðlegur og hver er mannlegur. Ég hygg, að Jesús sjálfur mundi aldrei hafa talað, jafn- vel ekki um hinn ófullkomnasta mann, sem aöeins mann. Voru ekki mennimir að dómi hans Guðs böm, og kenndi hann oss ekki að biðja hann, sem bæði er faðir hans og faðir vor? Vissulega setti hann sjálfan sig á bekk með oss mönnum, eða sagði hann ekki: „Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema einn, það er Guð?“ (Mark. 10, 18). En ég hef ennþá meira að segja. Ég staðhæfi ekki, að Jesús hafi aðeins verið maður. Hann kom fram í mannlegu gerfi, sem mannsins barn, en sumir þeir kraftar, sem með honum bjuggu, eins og t. d. lækningakrafturinn, kenning hans og líf, og þau geysilegu áhrif, sem hann hafði, benda mér til þess, að hann hafi a. m. k. verið meiri en nokkur annar maður, sem vér höfum frásagnir af. Ef Búddha var maður, má vera, að hann hafi verið eitthvað svipuð vera,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.