Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 61

Morgunn - 01.06.1946, Side 61
MORGUNN 51 mikið og bjart ljós á veggnum andspænis mér; ljósið var á skjótri hreyfingu. Þá hvarf það en kom aftur fram á næsta vegg og síðan á klæðaskápnum hjá rúmi mínu. Ég varð hrædd og kallaði á vinkonu mína, sem svaf í næsta herbergi. Hún kom á næsta augnabliki, föl og óstyrk, og sagði: „Ljósið! Ljósið! Hvað var það?“ En sama ljósið hafði hún séð í herbergi sínu, á hurðinni, sem lá á milli herbergj- anna okkar. Dregið var niður fyrir gluggana og þykku gluggatjöldin fyrir gluggunum á báðum herbergjunum. Þess utan bjuggum við á þriðju hæð hússins, svo að óhugs- andi var, að þetta ljós gæti komið frá götunni. Við vorum saman, það sem eftir var næturinnar. Fjórum dögum síðar, 13. des., barst sú fregn, að Stuart væri særður, en ekkert sagt frekara um það. Hann var í yfirforingjaráðinu, svo að við vonuðum, að ekki væri hætta á ferðum, auk þess vorum við rólegar vegna þess, að ekk- ert hafði verið um það sagt í tilkynningunni, að hann væri ,,alvarlega“ eða „hættulega“ særður. Nóttina á eftir dreymdi mig, að Stuart herforingi stæði við rúmið mitt. Ég sá hann eins greinilega og ég sé skrift- ina eftir pennann minn. Einkennisbúningur hans var mjög slitinn og svarta hárið hans var farið að grána, andlit hans var fölt, þreytulegt, órólegt og áhyggjufullt, markað djúp- um hrukkum, líkami hans var mjög grannur og fötin hans voru slettótt, eins og af for. önnur hönd hans hvíldi á rúm- ábreiðunni minni, hinni benti hann til himins og hann söng sálminn „Jesús, sem elskar sál mína“ (Jesus Lover of my Soul). Þá vaknaði ég. Ég var sar.nfærð um, að Stuart væri dáinn, og þegar þjónustustúlkan mín kom inn til mín um ttiorguninn, sagði ég henni draum minn. Nú fóru bréf að berast og meðal þeirra var bréf frá einum ættingja hans, sem tilkynnti, að símskeyti hefði borizt frá herstöðvunum Um, að hann væri látinn. Hann hafði særzt 6. des. og lát- ist 9. des. Ég fór til ættingja hans, sagði henni draum minn °g spurði hana, hvort Stuart hefði haft sérstakar mætur ú þessum sálmi. Hún sagði mér, að hún vissi ekki til þess.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.