Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Side 63

Morgunn - 01.06.1946, Side 63
MORGUNN 53 bergja okkar, þótt niðamyrkur væri í herbergjunum. Þá kvaðst hún hafa séð ljósið hreyfast í áttina til dyranna, því næst hefði hún heyrt einhverja hreyfingu í herbergi mínu, þá hefði hún heyrt dyrnar opnaðar, heyrt fótatak manns í hermannastígvélum með klingjandi spora niður stigann, útidyrahurðina opnast og lokast, en þá hefði klukkan slegið fimm. Nokkurum vikum síðar var ég gestur í húsi móður minn- ar, en þangað hafði Stuart aldrei komið. Þjónustustúlkan mín svaf þar hjá mér. Þriðju nóttina, sem við vorum þar, 7. jan. 1916, dreymdi mig, að hann kæmi til mín, lyti ofan að mér í rúminu með ótvíræðu ánægju- og vellíðunar- brosi. Það var eins og hann langaði til að fá mig með sér. Eitthvert óp vakti mig, eða kom mér til sjálfrar mín, og um leið heyrði ég þjónustustúlkuna mína hrópa: „Mað- urinn, maðurinn! Nei, nei, þér megið ekki fara!“ Það leið á löngu áður en ég gat gert hana rólega. Þá sagði hún mér, að hún hefði vaknað við það, að heyra hurðina opn- aða, og henni til undrunar sá hún inn koma mann í her- mannabúningi. Hið furðulega er, að enda þótt koldimmt væri í herberginu, sá hún allt eins og í glaðaljósi. Maður- inn, sem hún sá að var liðsforingi, kom hennar megin að rúminu og horfði niður yfir hana. Hún starði aftur á hann, of undrandi til þess að verða hrædd ennþá. Þegar hann sá hana, var eins og hann yrði gramur, snerist á hæl og gekk mín megin að rúminu. Hún sá, að hann hall- aðist ofan að mér, og gremjusvipurinn þokaði fyrir brosi. Henni heyrðist ég þá segja: „Ég er að koma!“ Þá rann Það skyndilega upp fyrir henni, að hér væri ekki allt með felldu, og hún æpti upp yfir sig, og sannarlega get ég vott- að, að hún æpti. Við það vaknaði ég, eða kom til sjálfrar mín. Nokkurum dögum síðar sýndi ég henni mynd af Stuart herforingja, og óðara þekkti hún, að þetta var maðurinn, sem hún hafði séð koma til okkar um nóttina. Ég sá aldrei ljósið, eða ljósin, oftar. Næsta reynsla mín, og hin síðasta til þessa dags, barst

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.