Kylfingur - 01.06.1935, Page 7

Kylfingur - 01.06.1935, Page 7
COLULQMQJ) ICLflUDC KYLFIHöUK 1. ár *** »*♦ *** *** ****** >** *** »*♦ ♦*« Reykjavik, Júni 1935 1. hefii Úr hlaði. Engu fáum vér mennirnir hrundið af stað, og engu góðu áorkað, nema einhver taki sér fram um að hefjast handa í þeim tilgangi. Það gera áhugamennirnir. Til þess að koma einhverju málefni af stað og í framkvæmd, þurfa svo annað- hvort upphafsmennirnir eða aðrir að vinna að málefninu áfram. Það gera dugnaðar- og atorkumennirnir. Nú hafa áhugamenn vakið máls á því, að stofna til golf- leikja hér í Reykjavík. Þeir hinir sömu, með aðstoð góðra manna, hafa hrundið þeirri hugsjón í framkvæmd. En það er ekki nóg að byrja á einhverju fyrirtæki. Byrjunin er því að- eins réttmæt, að fyrirtækið eigi tilverurétt og tilverumögu- leika áfram. Hvað kylfingu eða golfleiki snertir, þá eru væntanlega allir félagar golfklúbbsins sannfærðir um það, að hún eigi hér fullkominn tilverurétt, eigi hingað gagnlegt erindi og verði langlíf i landinu. Til þess að svo megi verða, þurfe\ golfleikir að eflast, útbreiðast og þroskast frá því byrjunarstigi, sem þeir nú eru á. Að þessu og öllum viðgangi klúbbsins þarf að vinna. Þetta gera kylfingarnir sjálfir að nokkru leyti með leik sínum og þjálfun, en að nokkru er það falið stjórn klúbbsins. Hún er nú skipuð góðum mönnum, eins og allir vita; mönnum, sem vilja vel, geta vafalaust mikið og gera vonandi ennþá meira. Hún þykist að minsta kosti vera komin vel af stað. Hún hefir útvegað góðan golfkennara (sem hún missti nú að vísu úr höndum sér aftur), golfáhöld, golfvöll, golfhús og gott veður til þess að æfa sig í. Hún biður þess þó getið, að hún taki ekki ábyrgð á veðrinu lengur.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.