Kylfingur - 01.06.1935, Page 10

Kylfingur - 01.06.1935, Page 10
4 KYLFINGUR ið mikil brot gegn þessum reglum varða réttindamissi eftir atvikum og brottrekstri, ef um ítrekaðar miklar sakir er að ræða. VII. Stjórn klúbbsins skipa 7 menn, formaður, ritari og gjald- keri og 4 meðstjórnendur kosnir skriflega með óhlutbundnum kosningum á aðalf indi til eins árs í senn. Þá má endurkjósa, en ekki eru þeir skyldir að gefa kost á því. Gangi einhver þeirra úr stjórn, eða flytji burtu, má stjórnin taka sér félaga í skarðið, til næsta aðalfundar. VIII. Stjórnin skiftir með sér ýmsum störfum, og ákveður sjálf sína starfstilhögun á hverjum tíma. Hún getur tekið launaða aðstoð og fær bein útgjöld endurgreidd úr félagssjóði, en vinnur sjálf ókeypis. Hún kemur fram fyrir klúbbsins hönd, og í fullu umboði hans, í öllum málum, sem hann varða. Þó þarf samþykki aðalfundar til stórra ákvarðana, svo sem stórra eignabreytinga, brautarnýbygginga og annars.sem hefir mikil fjárútlát í för með sér. Hún getur til iefnt heiðursfélaga, ef alveg sérstakar ástæður eru fyrir hendi, enda leiti hún fundarsamþykktar á því. IX. Aðalfundur er æðsta úrskurðarvald í öllum málum klúbbs- ins. Hann skal halda i Reykjavík í marsmánuði ár hvert. Á öðrum tímum ársins getur stjórnin boðað til auka-aðnlfundar, ef henni þykir henta, eða 10 hluttækir félagar senda henni skriflega beiðni um það, ásamt röksemdum fyrir þörf hans. Ber stjórninni að halda slikan fund innan 3 vikna frá móttöku slíkrar beiðni. Aðalfund og auka-aðalfund skal boða skrif- lega með viku fyrirvara. Í fundarboðinu skal tilgreina hvaða málefni liggi fyrir. Félagar, sem viþa gera tillögur til laga- breytingar eða starfstilhögunar, skulu hafa sent stjórninni þær fyrir lok janúarmánaðar.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.