Kylfingur - 01.06.1935, Síða 11

Kylfingur - 01.06.1935, Síða 11
KYLFINGUR 5 X. Þessi eru störf reglulegs aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnarinnar um störf og framkvæmdir síð- astliðið ár. 2. Endurskoðaðir reikningar, lagðir fram til samþykkis. 3. Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur félaga samkvæmt IX. grein. 4. Stjórnarkosning. 5. Tveir félagar kosnir í Handicap-nefnd ásamt ritara klúbbsins. 6. Kosnir tveir endurskoðendur XI. Aðalfundur og aðrir fundir klúbbsins eru lögmætir, séu þeir löglega boðaðir og ályktunarfærir ef l/3 hluttækra félaga eru á fundi. Þó þarf helmingur hluttækra félaga að vera við staddur til lagabreytinga. Verði aðalfundur ekki ályktunarfær, skal boða til fundar á ný, innan 3 vikna og er hann álykt- unarfær hversu fáir sem koma, sé hann löglega boðaður sam- kvæmt IX. grein. Afl atkvæða ræður úrslitum á fundum. Þó hafa aðeins Seniores atkvæðisrétt, og að því er við kemur golfvelli og leikreglum hafa aðeins þeir hluttæku félagar atkvæðisrétt. Aðalfundur skal kjósa sér sérstakan fundarstjóra og bók- ara eftir tillögum stjórnarinnar. Fundargerð skal i fundar- lok bera upp til samþykktar og undirskrifa af viðstöddum stjórnendum, ásamt fundarstjóra og bókara og skoðast hún síðan sem fullt sönnunargagn um það, sem ákveðið hefir verið. Hætti klúbburinn störfum, ákveður sérstakur aðalfundur um það. Til lögmæti þeirra ákvarðana þarf helmingur fé- laga að vera á fundi og 2/3 þeirra að greiða atkvæði með því. Náist ekki svo margir skal fara að svo sem segir í 2. málsgrein þessarar greinar um aðalfund. XII. Reikningsár klúbbsins er almanaksárið. Gjaldkeri skal i siðasta lagi mánuði fyrir aðalfund senda endurskoðendum

x

Kylfingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.