Kylfingur - 01.06.1935, Blaðsíða 19
KYLFINGUR
13
Golfhúsið. Húsreglur.
Stjórn G. í. hefir ráðið ungan aðstoðarbryta, herra Val
Norðdahl til þess að annast vörslu húss og vallar og sjá fé-
jögum fyrir veitingu í klúbbhúsinu. Um húsið hefir hún sett
■þessar reglur, sem nefndum verði ber að framfylgja:
1, Húsið er opnað kl. 8 að morgni og lokað kl. 11 að
(kvöldi alla virka daga, nema laugardaga, þá er það opið til
kl. 12. Á sunnudögum er það opnað kl. 9, en lokað sem
virka daga. Stjórn klúbbsins getur framlengt lokunartíma ef
isérstakur fagnaður er þar fyrirfram boðaður.
.2. 'Félagsmönnum ber að forðast að taka með sér gesti
í klúbbhúsið aðra en kylfusveina (caddies), þá er klúbbstjórn
hefir samið við, enda ber vörslumanni stranglega að gæta
þess að aðrir komi ekki innfyrir hlið, en félagsmenn. Undan-
tekningu frá þessari grein hefir stjórn klúbbsins, samkvæmt
lögum hans, leyfi til að gera.
3. Vörzlumaður sér um að halda húsi og húsmunum hreinum
og annast röð og reglu í og umhverfis húsið. Hann selur fé-
lögum og veitingar skv. verðskrá, er fest er upp i húsinu,
að undanskildum dr.p. Er ætlast til, að hver félagi geti fengið
hressingu að sinu skapi og með vægara verði en annarsstað-
ar, hvenær sem er á þeim tima, er húsið er opið, en ekki á
undan opnun né eftir lokunartíma.
4. Vörzlumanni ber i einu og öllu að aðstoða stjórn G. í.
að halda húsinu svo vistlegu, að félagar kunni við sig og
finni sig eiga heima þar, enda er til þess ætlast, að félagar
venji komur sínar þangað og segi stjórn G. í. frá, ef þeir
óska einhverra breytinga eða framkvæmanlegra viðbóta.
ATHS. í fljótu bragði má vera að fjelögum þyki 2. gr.
húsreglanna óþarflega ströng, en við nánari athugun og
sérstaklega i reyndinni munu félagsmenn sætta sig við hana.
Hvorki hús né völlur er aflögu fær um pláss, ef margir
mæta. Það er leiðinlegt að koma þreyttur og þyrstur úr golf-
leik og fá ekki viðunandi sæti fyrir forvitnum gestum, sem
.annars hafa .engan áhuga fyrir golfiþróttinni. Slíkum gestum