Kylfingur - 01.06.1935, Page 20

Kylfingur - 01.06.1935, Page 20
14 KYLFINGUR eru golfvellir lokaðir hvar sem er í heiminum. Allt annað mál þótt séð sé i gegnum fingur með einn og einn nákominn vin eða ættingja einhvers félaga, sem vill kynnast leiknum af eigin sjón áður en hann ákveður að sækja um inntöku. Þetta ákvæði snertir ekki þá útlendu golfiðkendur er vilja iðka leikinn. Samt geta þeir ekki komið nema „introduced by‘l einhuerjum félagsmanni. Sá hinn sami ber ábyrgð á að við- komandi skrifi nafn sitt i gestabók og gjaldi sitt „greenfee“ sem er minnst kr. 5 fyrir daginn. Frá stjórn og ritstjórn. Þeir félagar, sem fengu lánaðar kylfur klúbbsins hjá golf- kennaranum i vetur, eru vinsamlega beðnir að skila þeim til húsvarðar er þeir hafa fengið sér aðrar, og þurfa ekki á þeim að halda lengur. Æskilegt væri að þeir félagar, sem enn hafa kylfur að láni og óska að halda þeim lengur, létu vörzlu- mann vita um hve margar þeir hafa og hvaða gerðir. Kólfar (boltar) og kylfur (clubs) o. fl. tilheyrandi kylfingu fæst hjá húsverði. Kylfingur fæst þar einnig og geta menn gerst áskrifendur að honum þar. Myndin frá klubbvígslunni fæst þar einnig o. fl. í næsta blaði »Kylfings« koma leikreglur og reglur um kylfusveina (caddies). Stjórn G. t. hefur látið gera lagleg golfflögg á stöng, og eru þau til sölu fyrir klúbbmeðlimi. Flöggin eru hvít „Spids“ flögg, með rauðum stöfum G.í. dregnum saman í flaggið. Stöngin er borðstöng úr furu, stungið í þversneið af islenzku birkitré, grænmálaðri að ofan. Flöggin sjálf eru eins að gerð og þau, sem notuð eru á leikvellinum, og likist þvi stöngin með flagg- inu vallarflöt með flaggstöng í holu. Flöggin eru tilvalin tækifærisgjöf fyrir meðlimi Klúbbsins. Þau fást hjá húsverði og kosta 12 kr.

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.