Kylfingur - 01.06.1935, Qupperneq 21
KYLFINGUR
15
Terminologia.
Svo sem eðlilegt er láta mörg erlendu golfleikaheitin illa
í eyrum islenzkra golfiðkenda og reynast þeim óþjál og ótöm
a tungu. íslenzk málmeðvitund lætur illa við að taka þau
upp óbreytt og ómelt. Þetta er þeim mun skiljanlegra þegar
þess er gætt, að sjálft orðið Golf er skozk afbökun á ísl.
orðinu kólfur og upprunalega tekið upp í skozku úr fornís-
lenzku ásamt ef til vill fleiru, er snert hefir kylfuknattleik
fornmanna hér á landi. Af kólfur er dregið kylfa (f.) og kylfi
(n.), sem þýðir það sama. Orðið kylfingur (m.) flt. kylfingar
kemur fyrir í Egilssögu um austrænan þjóðflokk, er kenndur
var við kylfur. Golf er þvi skozk afbökun af kólf eða kylfu,
og kylfing (f.) rétt myndað og gott til að tákna golfleik (sbr
golfing). Sá sem iðkar kylfing nefnist kylfingur (golfer) (sbr.
ofangreindu). Sé lengra haldið út í þá sálma, má nefna, að
beint Iiggur við að kalla the green flöt (f.), flt. flatir, og the
fairway braut, flt. brautir, en the tee bara tje (T.), uns betra
gefst. Golfbrautirnar (þ.e. the course), kallast golfuöllur. Rougli
má kalla torleiðí og bunkers, traps etc. torfœru, huarf eða ófæru
o. fl. eftir staðháttum. Þá mun vart um deilt að kalla the
hole holu og the club kylfu og the ball kólf. —
Stjórn G. í. bendir aðeins á þessa möguleika, en vill var-
ast að lögbjóða nokkuð annað en það, sem smátt og smátt,
sökum yfirburða sinna, festir rætur í málvitund og tungutaki
félagsmanna. Hún mun einnig birta framvegis góðar tillög-
ur undir ofanskráðri fyrirsögn, ef þær berast henni.
Kylflngur: Gefinn út af stjórn Golfklúbbs íslands.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi H. Eiríksson.
Isafoldarprentsmiðja h.f.