Fréttablaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 42
 2. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Haukur Tómasson sigraði nýverið í tónverkasamkeppni sem Tónlistarhúsið Harpa efndi til í samstarfi við Sinfón- íuhljómsveit Íslands og verður verkið frumflutt á opnun- arhátíð Hörpu 13. maí næstkomandi. Í umsögn dómnefnd- ar segir: „Verkið hefur sterkt og ákveðið svipmót, í því ríkir glaðværð og eftirvænting sem hæfir tilefninu vel. Stefjavinnsla höfundar er skemmtilega útfærð, og litbrigð- in sem fást með notkun hljóðfæranna eru fjölbreytt og glæsileg, svo að Sinfóníuhljómsveit Íslands er gefið færi á að njóta sín til fulls. Sérstaka hrifningu vakti tilþrifamik- ill og kröftugur hápunktur verksins, sem ber yfirskrift- ina Estatico, sem mætti útleggja sem: „í sæluvímu“, eða „með ofsakæti“.“ Haukur vonar að verkið standi undir væntingum og hlakkar til að heyra það flutt í húsi sem tekur undir. „En hvað skyldi það hafa verið lengi í smíðum? Keppnin var auglýst í júlí og var það konan mín sem rak augun í auglýs- inguna þar sem við vorum stödd í fríi á Núpi í Dýrafirði. Ég byrjaði strax að hugsa en var alveg fram yfir áramót að klára verkið með öðrum verkefnum,“ segir Haukar. Umsóknarfresturinn rann út 7. janúar og bárust sautján verk í keppnina. Tekið var fram í auglýsingunni að verk- ið ætti að hæfa tilefninu og þykir Hauki hafa tekist vel til. „Verkið heitir Harpa eins og gamli vormánuðurinn og verður opnunin í sama mánuði. Vorið er alltaf skemmti- legur tími og ég reyndi að ná því í gegn. Þá hugsaði ég um húsið og allt þetta gler og þá speglun sem ég sé fyrir mér að verði í glerveggnum. Það eru stef í tónlistinni sem vísa í það og ákveðin speglun í tónunum.“ Harpa er eitt af þremur verkum sem verða frumflutt eftir Hauk á næstu mánuðum. „Ég er að ganga frá verki sem ég gerði í samvinnu við Eggert Pétursson listmálara og verður flutt í Listasafni Íslands núna í febrúar en auk þess hef ég gert verk fyrir Mótettukór Hallgrímskirkju, Scola Cantorum og Kammersveit Reykjavíkur sem verð- ur frumflutt á Listahátíð í vor.“ vera@frettabladid.is HAUKUR TÓMASSON: SIGRAÐI Í TÓNVERKASAMKEPPNI HÖRPUNNAR Glaðværð sem hæfir tilefninu VALIÐ ÚR SAUTJÁN VERKUM Verkið verður flutt á opnunarhátíð Hörpunnar í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Svanhildur Pálsdóttir síðast til heimilis að Skjóli í Reykjavík, andaðist föstudaginn 28. janúar 2011. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 7. febrúar og hefst klukkan 15.00. Guðbjörn Lárus Elíson Amanda Inga Einarsdóttir Páll Rúnar Elíson Yvonne Elíson Elín Elídóttir Daníel Halldórsson Sólrún Elídóttir Einar Guðlaugsson Svanur Elíson Agnes Gunnarsdóttir Einar Hannesson Guðrún Erna Ingimundardóttir Erik Gulsrud Sigurður Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við þeim sem heiðruðu minningu mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu Páldísar Eyjólfs Við þökkum auðsýnda samúð og vináttu og færum starfsfólki Droplaugarstaða kærar þakkir fyrir kærleiksríka umönnun. Halldóra Konráðsdóttir Þorvaldur Sigurbjörnsson Elísabet Konráðsdóttir Sigurður Halldórsson Elín Konráðsdóttir Guðni Bergsson barnabörn og langömmubörn Faðir okkar, afi, langafi, vinur og frændi, Vilhelm Arnar Kristjánsson Smiðjustíg 2, Eskifirði, sem lést að heimili sínu 29. janúar, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. Kristján Pálmar Arnarsson Kristrún Helga Arnarsdóttir Erna Kristín Kristjánsdóttir Sveinn Heiðar Sveinsson Matthías Logi og Snædís Alda Sveinsbörn Arnar Þór Kristjánsson Unnar Kristjánsson Eggert Ó. Einarsson Laufey Sigríður Kristjánsdóttir Jóhanna Pétursdóttir og aðrir aðstandendur Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Sóley Tómasdóttir lést á Landspítalanum þriðjudaginn 25. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Hallgrímur G. Magnússon Anna G. Ástþórsdóttir Hrafn Magnússon barnabörn og langömmubörn Fjóla Tómasdóttir Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur Matthías Bjarki Guðmundsson sem lést miðvikudaginn 26. janúar, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands, Ljósið eða önnur líknarfélög. Björg Ragna Erlingsdóttir Lúðvík Már Matthíasson Máni Matthíasson Markús Ingi Matthíasson Guðmundur G. Magnússon Anna Björk Matthíasdóttir Magnús Víðir Guðmundsson Kristín K. Ólafsdóttir Ágúst Hlynur Guðmundsson Kristín Valdemarsdóttir Erlingur Lúðvíksson Jakobína Ingadóttir Ástkær eiginmaður minn, Jónas Magnússon húsasmíðameistari, áður til heimilis að Rauðalæk 32, lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. janúar. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort Blindrafélagsins eða Hrafnistu í Reykjavík. Sigríður Þorkelsdóttir. Móðursystir okkar og mágkona, Þorbjörg Andrésdóttir Bólstaðarhlíð 44, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 31. janúar síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Andrés Svavarsson Kristín Svava Svavarsdóttir Guðni Birgir Svavarsson Rannveig Beiter Svavar Guðnason og fjölskyldur MOSAIK Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma Klara Þorleifsdóttir Teigaseli 9, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Þorleifur Jónsson Halldóra Andrésdóttir Andrés Þorleifsson Hjalti Þorleifsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar hjartkæru Vigdísar Theodóru Bergsdóttur, Dósýjar. Megi birta og ylur umlykja hjörtu ykkar um ókomna tíð. Ellert og stórfjölskyldan Bjarnastöðum Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Skarphéðins Árnasonar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilisins Höfða fyrir nærgætni og hlýju. Landssamtökum smábátaeigenda færum við einnig sérstakar þakkir fyrir einstaka vináttu og virðingu sem þau sýndu honum með þátttöku sinni í athöfninni. Sigurbjörn Skarphéðinsson María Karlsdóttir Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir Pétur Örn Jónsson Aðalheiður Skarphéðinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.