Barnablaðið - 01.10.1938, Side 4

Barnablaðið - 01.10.1938, Side 4
4 BARNABLAÐIÐ Hverju þótti mest vænt um mömmu sína. „Mér þykir fjarska vænt um þig, mamma mín“, sagði Anna litla allt í einu. „Það þykir mér líka“! — „Það þykir mér líka!“ — „Og mér líka!“ hljómuðu þrjár drengjaraddir í kór. „Engum getur þótt eins vænt um þig og mér“, sagði Eiríkur, „af því ég er elztur og er búinn að vera lengst hjá þér“. — „Jú, mér þykir mikið meira vænt um þig, af því ég er eina stúlkan þín“, sagði Anna. „Mér þykir svo vænt um þig, að ég vildi óska að stórt bjarndýr væri að elta þig, þá mundi ég ráð- ast á móti því og skjóta það“, sagði Ari. „Mér þykir miklu meira vænt um þig, elsku mamma mín, en ég get sagt þér“, sagði Einar litli og hljóp upp í kjöltu mömmu sinnar og vafði handleggjunum um háls- inn á henni og kyssti hana aftur og aftur. Svo komu öll börnin og kepptust um að faðma og kyssa mömmu sína, svo að hún ætlaði varla að ná andanum. „Er það nú víst, að ykkur þyki svona vænt um mig, kæru börn?“ spurði móðirin. Ætli þið vitið hvað kærleikur er, hvað það er að elska. Ef við elskum einhvern, þá viljum við gera eitthvað fyrir hann, og það þó okkur þyki það erfitt og leiðinlegt. Rétt í þessu barði pósturinn að dyrum og börnin hlupu þangað til að vita hvað hann kæmi með. „Það er bréf til mín“, sagði móð- irin um leið og hún tók á móti því. Þegar hún var búin að lesa það, sagði hún svo: „Þessu bréfi verð ég að svara strax, og senda það með lestinni í kvöld. Hvert ykkar vill nú fara með það á póst- húsið fyrir mig?“ Eiríkur leit út um gluggann. Það var blautt úti, og hann hafði ekki skóhlífar, svo hafði hann engann tíma til þess, þar sem hann var með 5 þung reikningsdæmi, sem hann átti eftir að svara. Hvers vegna mátti nú ekki bréfið bíða þangað til á morgun? Þá gat hann tekið það með sér, þegar hann færi í skólann. Ara varð einnig litið út um gluggann. Ó! en það svarta myrk- ur, og honum leið æfinlega svo illa, ef hann var einn úti, þegar dimmt var orðið. Anna hugsaði: Mamma getur þó aldrei ætlast til að ég — stúlkan — fari með bréfið, þegar bæði Ei- ríkur og Ari eru heima. Þegar móðirin hafði bréfið til- búið, leit hún til barnanna, og sá að þau öll voru önnum kafin, nema Einar litli. Það var hann, sem stóð hjá stólnum hennar, í gúmmístígvélum og klæddur í yf-

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.