Barnablaðið - 01.10.1938, Side 8

Barnablaðið - 01.10.1938, Side 8
8 BARNABLAÐIÐ Tveir barnasálmar. Enginn þarf að óttast síður, En Guðs barna skarinn fríður, — Fugl í laufi innsta eigi, Ekki stjarna’ á himinvegi. Sjálfur Guð á Síons-fjöllum Sól og skjöldur reynist öllum Barnaskara’ í böli’ og hörmum, Ber hann þau á föðurörmum. Engin neyð og engin gifta Úr hans faðmi má oss svifta; Vinur er hann vina beztur, Veit um allt, er hjartað brestur. Hann vor telur höfuð-hárin, Heitu þerrar sorgar-tárin. Hann oss verndar, fatar, fæðir, Frið og líf í sálum glæðir. Syng þú dátt með sigur-hljómi, Síons hjörð, og einum rómi. Hræðast þarftu’ ei, féndur falla Fyrir Drottins orði snjalla. Svo er endar ógn og stríðin, Upp mun renna sigurtíðin. Oss þá kallar heim til hallar Himna Guð, er lúður gjallar. í sunnudagaskólanum uni’ ég allt af bezt, með öðrum mínum líkum þar syng ég mest og flest; þeim dögum eyði’ ég aldrei við óp og brekin ljót, en illa freistni varast og svikul vinahót. Ég elska, elska skólann, sem er að kenna mér, hve ástríkur við börnin og góður Jesús er, og sagan um þá elsku þau áhrif hefir þá, að ástir mínar honum mér veitir létt að tjá. Ég elska, elska skólann — minn ástvin Frelsarann Ég á þar víst að finna og þá, sem elska hann; um lambið Guðs hið ljúfa þeir lofsöng kenna mér, Hann á ég seinna’ að syngja með sælum lífsins her. Ég elska, elska skólann, — minn ástvin, Jesú, hreinn með ástgjöf lífsins blessa þú mig og hvern einn. Já, kenn þú okkur öllum að unna’ og hlýða þér, Og upp til himins ber oss, er hérvist lokið er. BARNABLAÐIÐ er áætlað að komi út annan hvorn mán- uð og verður 48—50 síður á ári. Árgang- urinn kostar kr. 0.75. I lausasölu kostar eintakið 15 aura. Borga má með ónot- uðum íslenzkum frímerkjum. — Rit- stjórar: séra Nils Ramselius og Sigmund Jacobsen. Afgreiðsla: Þingvallastræti 4. Útgefandi: Bókafélag Filadelfiu Akur- eyri. Prentverk Odds Björnssonar

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.