Barnablaðið - 01.12.1938, Side 9

Barnablaðið - 01.12.1938, Side 9
BARNABLAÐIÐ 15 Mundi litli. (Framh.). . Eftir litla stund er rugguhestur- inn kominn upp í hjólbörurnar og þetta þrennt er á ferðinni að Holti. Víst er nóttin dimm, en hann hef- ir beðið Guð að varðveita sig, og því óttast hann nú ekkert illt. í Holti er allt fólkið háttað og jafnvel sofnað. — Mundi heldur samt áfram heim að íbúðarhúsinu, fast ákveðinn í að drepa á dyr og ná tali af Ólafi. — Skyldi hann verða reiður yfir ónæðinu? — Mundi ber rösklega að dyrum og bíður dálitla stund. Nei, þeir hafa ekki heyrt til hans. — Hann ber aftur. Nú heyrir hann að einhver er að koma, og ljósbirtu leggur 1 forstofuna. Hurðin opnast og Ól- afur kemur sjálfur til að vita hver sé fyrir utan. Undir eins og hann sér litla drenginn, segir hann al- varlega: „Hvað ert þú að fara um hánótt, drengur?" — Mundi kem- ur hálfhræddur til hans, heilsar honum með handabandi og segir svo: „Kg er kominn hingað til að finna þig upp á rugguhestinn minn og vegna hennar mömmu minnar. Þarna geturðu séð hann í hjólbörunum." — Qlafur lítur hálfundrandi á drenginn og svo á hjólbörurnar. „Finna mig upp á rugguhestinn þinn og vegna mömmu þinnar. Þetta er nú skríti- legur samsetningur. Hvað meinar þú, drengur?“ — „Heyrðu mig“, segir Mundi, „þegar ég var að leika mér að leikföngunum mín- um í dag, þá tók ég eftir því að mamma mín grét svo sárt. Hún var á hnjánum við rúmið sitt og i

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.