Barnablaðið - 01.08.1946, Page 10
32
BARNABLAÐIÐ
hátta. Mamma hennar var mjög
þreytt á þessu, og pabbi hennar
sagði: Litla stúlkan mín verður að
hætta segja svo oft: Ég vil ekki.
En þetta var orðinn vani, sem
ekki var auðvelt að sigra.
Dag nokkurn kom góð kona í
heimsókn. Allir kölluðu hana leik-
konuna, af því að henni þótti svo
skemmtilegt að leika sér við börn.
Þegar hún heyrði hve ljótan vana
litla stúlkan hafði, hugsaði hún:
Þessi litla stúlka segir auðvitað að
hún vilji ekki leika sér við mig, en
mig langar til að hjálpa henni að
hætta þessum ljóta vana.
Leikkonan tók upp fallega
myndabók og bauð litlu stúlkunni
að sjá. Nú skulum við koma í leik-
inn „Mér líkar“, sagði hún. Mér
líka þessi fallegu tré, mér líka þess-
ar yndislegu róisir, nú skalt þú
finna hvað þér líkar. Litla stúlkan
horfði á bókina og byrjaði: Mér
líkar ekki. — Nei, sagði konan,
þetta er ekki í leiknum, við eigum
að finna það, sem okkur líkar og
svo fletti hún blöðunum. Á einum
stað sá litla stúlkan kettling. Mér
líka litlar kisur, sagði hún, og brátt
fann hún fleira skemmtilegt. Á eft-
ir tók konan hana með sér út á
göngu. Þar sáu þær margt fagurt.
Nú vildi litla stúlkan á hverjum
degi leika sér „Mér líkar“-leikinn.
Hún hætti að hugsa um það, sem
henni líkaði ekki, og þá sáu allir að
hún var falleg stúlka.
Nótt við Tammerfoss
Sumarnóttin kemur án stjarna,
svo róleg og hlý, án mánaljóss.
Sjáið! hve skín í Tammerfoss, þarna.
Með söngvum hann minnist nú síns
hróss.
Skuggalaus starir Skógur í draumi
blíðum.
Syngjandi fuglar flögra hátt í hlíðum.
í árskútanum situr þú og starir.
Straumrótið á við ljósrar næturfarir.
Lít þá á fuglinn líða yfir nesið,
ljúfum með tökum lyftir hann sér hátt.
Morgundöggin döggvar ylmríkt grasið.
Djúpum svefni björk svaf þessa nótt.
En Tammerfoss brýzt með söng fram
finnska elfi.
Sjá, morgungeislar glitra á himins hvelfi.
A fossbúans hörpu með fögrum
undirsöng,
Tammerfoss spilar sumarkveldin löng.
K. A. Tovaststjerna.
xzq þýddi.
Góður drengur
Dag nokkurn ypru þeir Frank og
Karl að skrifa meðan Klara frænka
var úti. Helltu þeir þá niður blek-
inu, svo að það flaut um borðið.
„Segðu ekki frá þessu,“ hvíslaði
Karl. „Við hlaupum burt og lokum
hurðinni, og hún veit ekki hver
hefur gjört þetta." — „Við eigum að
segja frá þessu," andmælti Frank,
„og segja, að við séum hryggir." —
„Það er auðveldara að segja það