Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 19
Það dró allt í einu skugga yfir andlit Sig- ríðar, og hún virtist verða svo dapurleg á svipinn. „Það blóm,“ sagði hún, ,,er frá ritara fé- lags nokkurs, sem ég tilheyrði einu sinni. Það eru send afmælisblóm til allra félaga. en það verður vélrænt, þú skilur. En blómin þín!“ Hún gat ekki sagt meira. Augu hennar fyllt- ust tárum og varir hennar skulfu. Það var gott að Birgir var hér ekki, hugsaði Lilja. En nú brosti Sigríður. „Ég þakka þér kærlega fyrir Lilja mín. Þú skilur að það eru aðrir til, sem finna sig einmana. Viltu gera mér greiða? Viltu taka stóra blómið og bera það niður til gömlu konunnar. Hennar, sem þú varst að tala um áðan. Segðu henni að hún megi eiga það. Ég á svo erfitt með að ganga stigann, þú skilur. En uppáhaldsblómin mín, sem þú gafst mér, langar mig að eiga sjálf.“ Meðan sólin sendi hlýu geislana milli skvjanná. Þennan kyrrláta vordag eftir há- degi, var Lilja komin á heimleið. Ef ég hefði nú ekki tekið þessi blóm og gefið henni Sig- ríði, hugsaði hún. Það leit út fyrir að vera svo lítil giöf. En hún varð samt til þess að gleðia bæði Sigríði og gömlu konuna. Ætli að drengnum sem gaf Jesú brauðin og fisk- ana, hafi ekki líka fundizt það vera lítil gjöf. Það var ekki mikill matur, varla meir en moli handa öllu þessu fólki. En Jesús bless- aði hann, svo liann nægði handa öllum. Ætli Jesú geri ekki hið sama fyrir okkur? Hún talaði í hálfum hljóðum, er hún gekk inn gegnum hliðið heima .Ef til vill er það ekki alltaf matur sem fólk þarfnast mest, það hungrar líka eftir kærleika. „Er það nú svona aftur,“ sagði Birgir þeg- ar L.ilia opnaði dyrnar og fór inn. „Heldur þú, að ég hafi ekki séð, að varir þínar hreyfð- ust, er þú gekkst inn um hliðið. Þú varst að tala við sjálfa þig“ Idlja svaraði því engu. En þegar Birgir væri tilbúinn að hlusta á hana í alvöru, gat hún sagt honum nokkuð mjög yndislegt í sambandi við heimsókn hennar til Sigríðar. P. M. John: KINZ A Framh. Um morguninn hafði Kinzu liðið illa, en nú eftir hádegi ennþá verr. I>að var af því, að um tvöleytði fór hana að syfja. I.itla höf- uðið varð þyngra og þyngra og ef hún gleymdi sér andartak, seig það niður. Að síðustu gat hún ekki haldið augunum opn- um. Ó, hve hún þráði ynnilega að mega sofna á hnjám mömmu. Ósjálfrátt hallaði hún höfðinu að betlaranum. Þá tók hann sam- stundis eftir, hvað um var að vera og ýtti harkalega við henni, svo að hún vaknaði. Hún varð að koma sér í réttar stellingar aft- ur. Hún teygði úr sér og nuddaði augun svfjulega. Þetta hafði þær afleiðingar að hún fékk vel útilátið högg og varð að rétta úr sér og halda hægri höndinni með hjálp þeirrar vinstri. Áfram hélt betlið. Hún sat hálfsofandi og hefur eflaust drevmt barns- lega drauma, þangað til að betlarinn stóð upp og hún valt um koll. Betlarinn reisti hana upp með skömmum. „Óþægi krakki! Sittu kyrr og haltu áfram vinnunni, þangað til að ég kem til baka. Betlarinn hafði staðið upp vegna þess, að hann sá stjúpföður Kinsu yzt í mannþröng- inni. Hann var kominn til þess að hitta betl- arann, en vildi ekki ræða við hann á miðju torginu. Þeir drógu sig því í hlé og gengu að tré utarlega á torginu, þar sem þeir gátu ræðzt við í næði. „Ég heyrði, að þér vilduð hitta mig,“ byrj- aði Si Mohamed." „Já, rétt er það. Þannig er, að ég hef hugs- að mér að flytja. Fólkið hérna er orðið svo nízkt og óguðlegt, að það gefur heiðarlegum betlurum svo litla peninga. Þess vegna hef ég hugsað mér að flytja til bæjarins niðri við ströndina. Erindi mitt er að biðja yður um blinda barnið. Þér eruð ekki betlari og getið 19

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.