Barnablaðið - 01.02.1966, Page 23

Barnablaðið - 01.02.1966, Page 23
gaf til kynna, að nú væri Kinza frjáls. Um leið og liann sá prestinn birtast hentist hann jrvert yfir torgið eins og kólfi væri skotið. heilsaði betlaranum með því að kyssa á hönd hans og tók því næst systur sína. Hann hafði tekið með sér brauð, sem var steikt í fitu handa henni. Hún var ekki sein á sér að grípa það tveim höndum og bíta stykki úr því. Hún var svo fegin að hvíla nú aftur í örmum bróður síns, að hún gleymdi öllu erfiði dagsins, rykinu, hungri og þorsta. Hún varð hvíldinni svo fegin, að þegar hún hafði fengið sér annan bita, sofn- aði hún þarna á baki bróður síns. Svefninn liafði hún nrest þráð síðustu þrjá tímana. Á meðan skundaði Hamid heim á leið með byrði sína. Það var steikjandi hiti og honum fannst Kinza ennþá þyngri af því að hún svaf. Hitinn var svo kveljandi, að hann varð að hvíla sig undir fíkjutré. Rétt fyrir neðan rann áin þar sem kýrriar óðu leðjuna silalega. længra uppi með ánni voru konur að þvo þvott. Þær notuðu flata steina fyrir þvotta- brecLÍ. Hanrid sat og hugsaði. Það liði ekki langur tími, þangað til fíkjurnar yrðu þroskaðar og olífutrén blómstruðu meðfram ströndinni endilangri. Framhald. Ef Nikulás veiðimaður hefði vitað hver það var sem stóð rétt h;á honum or horfði forvitnislega á morgunrakst- ur hans, þar sem hann hafði tjaldað í frumskógi Afríku, þá hefðu hendur hans titrað off sápulöðrið farið í augu hans. Við verðum að aðvara Nikulás við þessum forvitna ífesti. En þá verðum við fyrst að athuga hver gesturinn er. Dragðu strik frá tölunni 1 til 2 off síðan áfram þar til þúhefur náð upp að 87, þá færðu að sjá hver gesturinn er. 23

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.