Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 27

Barnablaðið - 01.02.1966, Blaðsíða 27
Drcnffirnir voru fæddir blindir. Orsökin var starblinda. Á þrera þeirra höfðu áður verið framkvæmdar augna- aðgerðir, en án áranjfurs. Kn sérfræðinfjarnir á litla sjúkrahúsinu í San Cataldo voguðu að ^era enn eina til- raun. Nú eru þeir frægustu læknar Sikileyjar. anna. „Ljós, ég sé ljós!“ A næsta augnabliki fylltist sjúkrastofan af gleðihrópum, þegar drengirnir einn eftir annan tóku eftir birtu, litum, hlutum og svo að sjálfsögðu fólkinu, sem þeir aldrei áður höfðu augum litið. Bræðurnir fimm höfðu allir fengið sjón- ina. Þeir föðmuðu hvor annan og hina óum- ræðilega hamingjusömu móður sína. Og lækn- irinn Luigi Picardo gaf tilfinningum sínum útrás, með því að faðma starfsbróður sinn. og síðan flýtti hann sér út úr sjúkrastofunni og grét. Eftir litla stund var á ný bundið um augu drengjanna. Þeir þurftu smátt og smátt að venjast birtunni. Ennþá þoldu augu þeiiTa ekki sólskinið. Með hverjum degi sem leið lengdist tíminn sem þeir fengu að vera án augnaumbúðanna. Þær clagstundir, sem þeir fengu að vera án umbúðanna, litu þeir í kringum sig, spurðu, athuguðu og undruðust yfir umhverfinu. Þessar stundir, lét starfs- fólkið allt annað víkja til hliðar og sýndi þeim þann heim, sem þeir nú loks gátu litið með eigin augum. Nýir möguleikar. — Nýlt lif. Picardo kom hvern dag og fylgdist með sjúklingum sínum. Dag einn, þegar umbúð- irnar höfðu verið látnar á augu drengjanna og þeir lágu í sjúkrarúmunum og hvíldust, ! fyrsta sinn fær litli Calogero möguleika á að skoða myndabók, horfa á mömmu sínu og skoða form og; lita- skrúð blómanna. Nýr heimur hefur opnazt. 27

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.