Barnablaðið - 01.02.1966, Page 35

Barnablaðið - 01.02.1966, Page 35
Fílar bjarga unga sínum úr djúpri gryfju. En skyndilega fór Lárus að hreyfa sig og settist upp í rúminu. — Nú vil ég fara út og leika mér aftur, sagði hann. — En þú hefur orðið fyrir slysi. Timbur- hlassið féll yfir þig rétt áðan og við vorum svo hrædd um þig. Það var svo hræðilegt. Meiddir þú þig ekki mikið, spurði móðir Lárusar? — Nei, ég meiddi mig ekki neitt, sagði Lárus. Það kom engill frá himninum. Hann hélt hendi sinni yfir mér, svo að ég fann ekkert til. Ég finn ekkert til núna. Ég hef ekki meitt mig. Pabbi Lárusar hugsaði margt. Hann var svo þakklátur, fyrir það að Lárus hafði bjarg- ast og hann skildi að æðri máttur hafði varð- veitt hann. Þarna var fleira fólk viðstatt, sem alls ekki var vant því að tala um Jesúm, eða trúa á GUÐ. Hinn svokallaði fríhyggjumaður snéri sér nú að fólkinu og sagði: — Ég hef afneitað Guði og ekki trúað, að hann væri til. En nú verð ég að viðurkenna að Guð hlýtur að finnast, og hann hefur bjargað drengnum mínum frá dauða. 35

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.