Barnablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 8
Það var þögn nokkrar mínútur. Inga átti eftir að þurrka af í stofunni. Seinna um kvöldið voru gestir væntanlegir. Hún gekk inn í stofuna og byrjaði að vinna. Reiðin innra með lienni fór vaxandi. Og skýið nálgaðist sprengimarkið. Ef það hefði verið undir himinhvelfingunni, mátti vænta hvenær sem var að elding brytist út frá því með þrumugný. Inga var gröm yfir öllurn hinum mörgu skrautmunum. Það þurfti alltaf að þurrka af þeim og ávallt fara varlega með þá. Stund- um kom þó fyrir að Inga dáðist að þeirn. Sérstaklega var það fallega skálin sem hafði gengið í arf frá móður ömrnu hennar. En það var erfitt að þurrka af lienni. Hún var svo mikið skreytt að alltaf fannst ryk, hvernig sem maður reyndi að fá hana ryklausa. En þennan þungskýaða dag, hugsaði Inga ekki um hve skálin var falleg. Hún hugsaði um óréttlæti heimsins, sérstaklega það sem hafði mætt á henni og hún varð að líða fyrir. — Skálin — jú, hún mundi taka tvöfaldan tíma miðað við annað. En nú ætlaði lnin ekki að vanda sig. Væri mamma ekki ánægð með þetta, fengi hún að gera þetta sjálf. Inga tók skálina og þurrkaði lauslega af lienni. Allt í einu henti það, sem með engu móti mátti henda. Hin verðmæta skái rann úr hendi hennar og féll á gólfið. Hún sá brotin út um allt, stór og smá. Henni lá við gráti, en hann náði þó ekki tökum á henni. Gremj- an yfir verkinu hindraði það. Inga varð nú enn reiðari en áður. Svo þeg- ar hurðin á eldhúsinu opnaðist og maimna hennar stóð þar og leit með stórum augum á óhappið, sagði Inga kuldalega: — Þetta er þér að kenna! Ef þú hefðir ekki rekið svona á eftir mér, hefði Jretta aldrei komið fyrir. Það er mátulegt að þetta fór svona. Án þess að segja meira, beygði hún sig niður og týndi upp brotin af skálinni. Frú Borg sagði ekkert. Hún beygði sig einnig niður og hjálpaði til jress að ná sarnan öllurn brotunum. — Ég skal þurrka af það sem eftir er, ef þú átt erfitt með það, eftir Jrað sem nú hefur 8 komið fyrir, sagði hún og tók um leið upp afþurrkuklútinn, sem lá á gólfinu. — Þú ætt- ir að fara á unglingasamkomuna og reyna að gleyma þessu liér. Inga gekk hljóðlega burt. Ef þetta hefði verið raunverulegt ský, hefði það nú gefið frá sér svalandi regndropa. Unglingasamkoma. Jú, Jrað væri dásamlegt að fara þangað og losna við að horfa á brotnu skálina og sorgmædd augu mömmu. Inga vildi vera kristin í alvöru. Og hún átti persónulega trú á Guð. Þegar hún var á leið til samkomunnar var hún alltaf að hugsa um skálina. En jafnhliða sagði liún hálf hátt við sjálfa sig. Ég ætla ekki að biðja mömmu fyrirgefningar vegna þessa. Það var iiennar sök en ekki mín. Henni tannst, sem hún hefði verið slegin í andlitið. Hún hafði verið órétti beitt, og það var ekkert, sem hún þurfti að biðja fyrirgefningar á. Þegar hún í samkomunni beygði höfuð sitt í bæn, lokaði augunum og reyndi að l’á rólega stund með Guði, sá hún brotnu skálina og mitt í brotunum birtist mynd mömmu hennar. Þó að hún reyndi að hrekja þessa mynd í burtu, var hún þar samt sem áður. Sorgmædd augu mömmu og lokaðar varir mynduðust í brotum skálarinnar. Hvers vegna kom andlit mömmu þarna fram? Aftur og aftur lokaði hún augunum til þess að fullvissa sig um, að eyðilagða skálin og andlitið væri farið. En í hvert sinn sá hún sömu sýn. Því sem fram fór á samkomunni tók hún svo að segja ekkert eftir. Hún heyrði orð í fjarska, sem hún gleymdi strax, söng, sem hún gat ekki tekið undir og hljómlist, sem hún vissi varla hver var. Eftir samkomu var hún vön að stoppa og tala við félaga sína, sem hún hafði sérstakan vinskap við. En nú hraðaði hún sér heim. Er leiðin var hálfnuð nam hún staðar. — Nei, ég fer ekki heim, sagði hún við sjálfa sig. Ég fer heldur í gönguferð, til þess að ég losni við að hitta mömmu. Klukkan ellefu kom hún heim. Það var Framhald á bls. 29.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.