Barnablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 17
Okkur hefur ávallt fundizt niorgunstund aðfangadagsins á- kjósanlegasti tími til þess að tala við börnin okkar um f;eð- ingu Jesúbarnsins. Ef við árla þennan morgun getum safnazt saman kyrrláta stund, getum við öðlazt þá inn- lifun, sem annars mundi drukkna í allri þeirri gleði, sem ótölulegar jólagjafir koma til leiðar að kvöldi þess dags. Hjörtu okkar eru ávallt mót- tækilegust fyrir áhrif Guðs að morgninum. Meðan við stöndum þarna við gluggann og horfum út í dimmt morgunloftið, tölum við sam- an um það sem bar við hina fyrstu jólanótt, fyrir löngu síðan þar í Land- inu helga. Meðan við virðum fyrir okkur stjörnu- himininn og snjóinn, sem hvílir eins og blæja yfir steinum og runnum, finnst okkur sem við raunverulega sjáum fyrir augum okkar hjörð á beit. í kringum hjörðina standa nokkrir hirðar og orna sér þar við eld, sem þeir hafa kveikt. í örskots fjarlægð sjáum við ennfremur luktarljós í ofurlitlum glugga, þar sem fámenn og allslaus fjölskylda hefur búið um sig um stundarsakir. Litli bróðir grípur nú fram í fyrir okkur, sem erum að tala saman: „Hver söng?“ segir hann. „Hver lá á hálminum? Hvers vegna lá litla barnið á hálminum?" Eg tek hann á kné mér, og síðan segi ég börnunum aftur söguna frá Betlehem, ná- kvæmlega eins og þúsundir mæðra hafa gert á undan mér gegnum aldanna raðir, er þær hafa safnað börnum sínum kringum sig. Engin saga, hversu spennandi sem hún hefur verið, hefur megnað að kalla fram aðra eins birtu, ljós og líf í augum barnanna, sem þessi ljúflega og lireina frásaga um engla- sönginn er hljómaði hirðunum. Rétt sem ég er að segja börnunum sög- una dásamlegu, er sem ég sjái geisla af Guðs hugsun í gegnum þetta, að vísdómur hans og þekking á mannshjartanu og tilfinning- um þess gagnvart hjálparlausu og fátæku og nýfæddu barni, var ef til vill ástæðan fyrir því, að hann lét Frelsara heimsins fæð- ast, sem lítið barn, til þess að laða okkur að Honum og hinu himneska. Síðan báðum við barnslega bæn, að Guð vildi blessa okkur jólahátíðina og allar stundir. Að Guð mætti hjálpa okkur til þess að huga að öllum sem bágt eiga. Nú tekur Maria fallegustu brúðuna sína og fer að klæða hana f fallegasta kjólinn hennar, því að á sama tíma í dag, sem mamma fer að bera matinn á borðið, kemur afi og amma með áætlunarferðinni. Afi hefur ævinlega með sér stóra ferða- tösku. Þegar ég minni þau á stóru ferðatösk- una hans afa, hrópa öll börnin af fögnuði upp yfir sig. Þau vita, sem er, að þar leynir afi hinum ótrúlegustu jólagjöfum, sem hann ætlar þeim. Nú opnast útidyrnar og pabbi kemur inn með jólatréð. Heimilið fyllist af ferskum ilmi greniviðarins. Og nú fer annar þáttur jólagleði okkar að byrja. Anna Eriksson. .S 17

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.