Barnablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 41

Barnablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 41
það ekki svo hættulegt, en það brakaði samt í ísnum allt í kring um þau. Háge hélt áfram göngunni og þá urðu allir rólegir. En allí í einu nam hann staðar og liorfði yfir barna- hópinn, beygði síðan liöfuðið og bað upp- hátt: „Jesús, hjálpaðu okkur til þess að kom- ast heim.“ Ekkert barnanna hreyfði sig. Ekki einu sinni Iitlu börnin kjökruðu, sem þau áttu vanda til. Allir skildu, að nú var alvara á ferðum. Hin snögga veðurbreyting hafði gerbreytt <)llu. Það brakaði meira og meira í ísnum og enn var langt til lands. Einn drengjanna, sem venjulega átti erfitt með að vera stillv- ur í sunnudagaskólanum, var nú alveg breytt- ur, og rólegur. Hann byrjaði að syngja sálm, sem allir tóku þátt í: Segðu mér söguna af Jesú, sál mín er lningruð og þyrsc, seg mér þá fegurstu sögu, sem hér á jörð hefur birzí. Seg mér hvað englarnir sögðu, sveinar þar vöktu yfir hjörð, þegar að Frelsarinn fæddist. — Friður á himni og jörð!“ Þegar síðustu tónar sálmsins voru dánir út, byrjaði Háge að tala við börnin, sem þrýstu sér fast hvert að öðru. — Nú förum við heim. Ef það er Guðs vilji, þá komum við örugglega heim, og Guð er kærleikur. Síðan byrjuðu allir að hreyfa sig á ný. Allir stigu varlega niður og enginn mælti orð frá vörum, enda þótt vatnið lægi opið fyrir augum þeirra allra, skammt undan. Þegar þau höfðu náð landi, vildu öll börn- in flýta sem mest för sinni heim. En Háge stöðvaði þau og bað þau að bíða. — Það er kraftaverk að við komumst yfir vatnið. Og fyrir þetta megum við aldrei gleyma að þakka Guði. Þegar þið eruð orðin stór og hætt að ganga í sunnudagaskóla, þá skuluð þið ávallt minnast þessa sunnudags. Myrkrið var byrjað að falla yfir, og börnin skildust, hver fór til sinna heima. Þessi litla frásaga er sönn, og börnin öll, sem gengu í þennan sunnudagaskóla, munu Sannleikurinn sigrar Framhald af hls- 34- — Já, það gerði það, og til þess að ég gæti náð í pennann, ýtti ég því svolítið til hliðar. — Já, þetta eru nægar upplýsingar. Eg fann krónuna í gær, þegar ég ætlaði að fara að lesa í blaðinu, og nú skil ég, hvernig hún hefur runnið inn í blaðið, þegar þú ýtíir því til hliðar. En hvaðan kom svo krónan, sem þú hafðir í borðinu þínu? — Ég veit það ekki? Berta var á nálum. Hún var orðin uppvís. Hún hafði ekki látið sér til hugar koma, að málið fengi slíkan endi, þegar hún í hugsun- arleysi sínu lagði peninginn í borðskúffu Elínar. Nú skildi hún, að hún hafði breyít mjög illa við Elínu. — En, Berta, þú sagðir, að þú hefðir séð Elínu leggja krónuna niður í skrifborðs- skúffuna? Riidd kennslukonunnar var ströng og rannsakandi, þegar hún lagði spurninguna fyrir Bertu. Berta svaraði ekki — en í stað þess fór hún að gráta. Kennslukonan lolaði Bertu að gráta út. Síðan sagði Berta frá hvern- ig á þessu hefði staðið. — En hvernig gastu vefið svona slæm Berta? Því gat Berta ómögulega svarað. I næstu kennslustund varð Berta að biðja Elínu fyrir- gefningar í áheyrn allra bekkjarfélaganna. Kennslukonan útskýrði allt málið, og sagði nokkur áminningarorð við nemendurna. En það var svo auðmýkjandi að biðja fyrirgefn- ingar í augsýn allra í bekknum, að Berta ákvað að vera aldrei framar slæm stúlka, hvorki við Elínu né neinn annan. „Sælir eru þeir sem ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. Sælir eruð þér, þá er menn atyrða yður og of- sækja og tala Ijúgandi allt illt um yður mín vegna.“ aldrei gleyma sunnudagaskólakennaranum, sem átti svo sterka tri'i á Guð, að hann varp- aði öllum sínum áhyggjum á HANN1. B. J. 41

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.