Barnablaðið - 01.09.1975, Síða 5

Barnablaðið - 01.09.1975, Síða 5
BÆNASVAR UM r Mig langar til að segja frá eftirfarandi atviki, sem bar við seinni hluta sumars í byrjun.fjórða tugar aldarinnar. Ég átti heima upp í Dölum á sveitabæ, sem faðir minn bjó á, og hjalpaði hon- um við eitt og annað í sambandi við búskapinn. Það rigndi lítið þetta sumar. Þess vegna var heyfengur lítill. Þetta hafði í för með sér, að við urðum að leita fyrir okkur um annað fóður, svo ekki þyrfti að skerða bústofninn. Við kom- umst að því, að á mörgum stöðum í skóginum, sem var umhverfis bæinn, voru nokkrir mögu- leikar á að auka heyfenginn. í hvömmum, við læki og vötn var mikið gras, sem við gátum slegið. Bætti það mikið úr vöntun okkar. Það var einn dag, þegar við vorum á leið heim eftir að hafa unnið við þessa heyöflun, sem þetta bar við. Um það bil hálfri mílu frá heimilinii, rákumst við á kýrnar okkar, sem voru þar á beit. Við reyndum að reka þær heim, en það tókst ekki. Við létum þær þá eiga sig og héldum áfram heim, og hugsuðum að þær kæmu sjálfar. Þær voru vanar því, þó að þær kæmu stundum seint. En það kom aldrei fyrir að þær lægju úti um nóttina. Ef það kom fyrir að þær kæmu ekki, var móðir mín vön að laða þær heim. Þá blés hún í horn, sem búið var til úr kýrhorni. Þetta hljómaði langar leiðir, og oft nægði þetta til að koma kúnum heim á leið. En stundum urðum við að fara til að sækja þær. Nú kom kvöldið. Við biðum og biðum eftir því að kýrnar kæmu heim. En nei, þær kvorki sáust eða heyrðist í þeim. Þó var hægt að heyra í þeim langt í burtu, því ein kýrin hafði bjöllu. Ég var inni í herberginu mínu. Þá verður mér litið út um gluggann. Ég sé þá hvar mamma er að leggja af stað, að leita að kúnum. Það var farið að dimma. Himininn var alskýjaður, og kominn rign- jngarúði. Ég hraðaði mér út, og kallaði á mömmu og sagði henni, að það væri betra að ég færi, þar sem ég hefði fyrr um daginn séð kýrnar og vissi hér um bil hvar þær væru. Mamma var þreytt eftir erfiði dagsins og gladd- ist yfir því að þurfa ekki að fara. Ég klæddi mig í regnkápu, gúmmístígvél og barðastóran hatt. Svo lagði ég af stað. Eftir því sem dimmdi varð regnið þéttara. Ég hélt samt óhikað áfram þangað sem ég hafði séð kýrnar. Ég hugsaði að það væri ágætt að byrja leitina þar. Loksins var ég á leiðarenda. Það var mjög dimmt, samt ekki svo að ég komst sæmi- lega leiðar minnar. Það ringdi ákaft, og við það var erfiðara að heyra, ef hljóð bærist frá kúa- bjöllunni. Ég stóð nokkta stund kyrr. Ekkert heyrðist nema smellir regndropanna á blöðum trjánna. Ég hugsaði, hvort ég þyrfti nú að gefast upp við leitina. Það leit út fyrir að kýrnar mundu liggja úti í skóginum um nóttina. Sennilega hefðu þær leitað að nýjum stað, sem væri meira skjól. Þetta kom líka á daginn. Nú sem ég stend þarna hugsandi, kom það til mín að ég ætti að biðja Drottin um hjálp. Mér kom í hug saga frá Postulasögunni, hvernig lærisveinar Jesú gerðu, þegar þeim varð það ljóst, að einhver þeirra tæki sæti Júdasar fskar- íot. Þeir báðu til Drottins, að hann sýndi þeim hvor þeirra tveggja, sem þeir höfðu um að velja — Jósef og Matthias — skyldi valinn. Þeir köstuðu hlut um, og hluturinn féll á Matthías. Þessi hugsun kom til mín: „Get ég ekki gert eins?“ Ég gæti t.d. brotið grein og kastað upp 5

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.