Barnablaðið - 01.09.1975, Síða 7

Barnablaðið - 01.09.1975, Síða 7
HANDRITIÐ i KODDANUM Anna Judson hafði áhyggjur, þegar hún virti fyrir sér handritið sem var rakt og lítið eitt leirugt. Hún fletti síðunum og hugsaði um hvar yrði næsti felustaður handritsins. Hér fyrir framan hana lá tuttugu ára þrot- laust erfitt starf manns hennar, Adoniram Jud- son, þýðing Nýja testamentisins á mál Burma- manna. Mál þeirra er erfitt og það hafði virki- lega reynt á þolinmæði og þrautseigju að koma þessu máli í höfn. Handritið var rétt tilbúið til prentunar, þegar út brauzt stríð milli Burma og Englands árið 1824. Adoniram, sem var enskrar ættar, var settur í fangelsi. Kona hans var undir eftirliti, en fékk þó að vera heima. Af ótta við rán og eyðileggingu, 'sem henni var kærast, þá gróf hún í jörðu eitt og annað í húsgarðinum. Þ. á m. handrit Nýja testamentis- ins. Nú hafði hún grafið það upp og sá að við svo búið mátti ekki standa. Handritið yrði eyði- leggingunni • að bráð. Ef ekki yrði breytt um geymsluaðferð. Hugsuninni laust niður í hjarta hennar. Hví ekki sauma það inn í kodda? Hún pakkaði handritinu inn í bómullarflík og vafði fast saman. Vafði síðan mjúku taui þar yfir og saumaði síðan látlaust ver utan um allt saman. Morguninn eftir flýtti hún sér til fangelsis- ins. Fékk leyfi til að hitta mann sinn og færði honum koddann til að sofa við. Níu mánuðum síðar var Adoniram fluttur til annarrar deildar fangelsisins. Fimm keðjuhlekkir voru lagðir og festir við fót hans. Lesinn var yfir honum dóm- ur um líflát í dögun næsta dag. Alla nóttina var Adoniram á bæn. Ekki fyrst fyrir sjálfum sér, heldur koddanum með hand- ritinu. Þó svo líf hans endaði, þá að koddinn kæmist í réttar hendur og handritið óskemmt yrði gefið út á sínum tíma. Anna kona hans, sem fvlgdist vel með öllum atburðum, saum- aði nú í flýti annan kodda, mjúkan og fallegan. Fór til varðmanns fangelsisins, sem tekið hafði hinn koddann, til að sofa sjálfur á. Hún bað hann um skipti. Það var auðveld bón, koddi hennar — þessi nýi og fallegi — var svo miklu betri. Dauðadóminum yfir Adoniram var ekki full- nægt, heldur var hann nú fluttur í annað fang- elsi. Anna kom koddanum aftur til hans. Varð- maðurinn gat ekki unnt honum að hvílast á koddanum, tók hann frá honum og fór að rífa hann í tætlur. Hann var undrandi á öllum þess- um tuskum og þegar hann kom að bómullar- dúknum, sem umvafði handritið, reiknaði hann þetta allt verðlaust og kastaði því út um glugg- ann í varðstofunni. Rétt í sama mund gekk maður fram með fangelsinu. Sá hafði unnizt fyrir Krist fyrir starf Adonirams Judson. Hann rak tærnar í bómullarstrangann. Hann tók pakkann upp og bar með sér heim. Hann skildi þegar að innihaldið tilheyrði vini sínum kristni- boðanum, sem ennþá var haldinn í fangelsi. Geymdi hann því handritið sem sjáaldur aug- ans, án þess þó að gera sér grein fyrir verð- mæti þess. 10 ár liðu. Þau voru löng fyrir kristniboðs- hjónin. Loks var stríðið á enda og Adoniram var látinn laus úr fangelsinu. Handritið beið hans hjá vini hans og trúbróður. Var nú haf- izt handa með prentun og útgáfu. Nýja testa- menntið á máli Burmamanna kom út 1834 og öll Ritningin sama ár. Sannarlega rættist hér orð spámannsins: ,,Sjá ég vaki yfir orði mínu til að framkvæma það.“ Pýtt, Einar J. Gíslason. 7

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.