Barnablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 10

Barnablaðið - 01.09.1975, Blaðsíða 10
JESÚS HJÁLPAR VI Jesús og vinir hans voru á ferð saman. Það var komið kvöld og þeir gengu inn í þorp eitt til að taka næturgistingu. Það hafði verið fjarska heitt þennan dag og vegirnir óhreinir. Þeir voru því allir þreyttir, hungraðir og rykugir, einkum voru fætur þeirra óhreinir, eins og gefur að skilja. Og nú gengu þeir heim að húsinu, sem þeir ætluðu að borða kvöldverðinn í. Þeir gengu allir inn. Og maturinn stóð á borðinu. En hvað það væri nú hressandi að lauga fæt- ur sína áður en við förum að borða, hugsaði Pétur. Aðeins að einhver væri nú hér, sem maður gæti kallað til og beðið að hjálpa sér við það. Ég get ekki einu sinni þvegið mína eigin fætur, hvað þá að ég fari að hugsa um aðra. Hinir lærisveinarnir hugsuðu allir á sömu lund. Þeir settu sig því allir við borðið með óhreina fætur. Hugsið ykkur þetta. Sem vinir Jesú höfðu gert þetta, stendur eru svo ágætlega útbúnir til þess; þar er stallur, sem tekur um 300 fjár og fer féð eftir mjóum stíg niður, en svo hátt í kring, að engin skepna þarf að hugsa til að sleppa, og síðan er flutn- ingsbátnum lagt við stallinn; sé gott veður, gengur flest af fénu sjálft út í, en ætíð er Trygg- ur var búinn að hjálpa til að reka í stallinn, lagð- ist hann á brúnina og beið, en þegar hann sá, að ekki var eftir nema á einn bát, þá var hann ætíð kominn niður þegar hann lenti, og fór þá fyrstur út í, svo hann gleymdist ekki, og þótii flestum gaman að sjá þetta til hans; dómareind hans var svo mikil að hann gat ætíð dæmt um hvort báturinn mundi taka eða ekki, því aldrei hreyfði hann sig af brúninni fyr en hann sá, að komið var að því síðasta. Æfinlega var Tryggur hér einn af hundum og virtist hann kunna því vel, því aldrei lagði hann til sunds á eftir okkur héðan, en illa kunni hann við sig, er við vorum hvorugur heima, og þáði hann oftast ekki mat; hann fór oftast til mömmu og bar sig aumlega fyrir henni, ýlfraði og skrækti við fætur henni; hún sagði þá stund- um við hann: „Það var ekkert mér að kenna, að þeir fóru.“ Lagðist hann þá þegjandi hjá henni um stund, en oft þurfti hann að gá að, hvort við kæmum ekki, og var ætíð kominn til okkar er við lentum, og þá sjaldan er hann þáði mat, er við vorum í burtu, var það af henni, en væri hún líka að heiman, leið honum mjög illa. Við vorum eitt sinn sem oftar öll að heiman, og stóð sú ferð yfir í 4 daga, og á þeim tíma varð enginn var við að Trvggur smakkaði neitt, fvrr en daginn, sem við komum; hafði hann þá strax um morguninn verið mjög kátur og fór þá út á eyju, en þegar hann kom heim, þáði hann sykur og þóttist fólk sjá það á honum, að við mundum koma heim þann dag. En aldrei leið honum ver, en þegar annarhvor okkar var veikur (honum var alveg sama, hvor okkar var), þá vildi hann helst aldrei úr bæ fara, og var hann þó ólatur, en þegar sá kom á fætur aftur, réð hann sér ekki fyrir gleði. Sem dæmi upp á ráðvendni hans rpá nefna það, að honum þótti kriuegg ágæt að sleikja úr þeim hráum, en aldrei tók hann egg í óleyfi, og ekki þó við værum úti á eyju að tína egg, en ef við sögðum við hann: „þú mátt eiga það“, er hann kom að eggi, þá varð hann feginn, tók það og braut og sleikti úr því. Aldrei þurftum við að siga honum til að láta hann gelta, heldur að eins að segja: „geltu nú, Tryggur minn“; en 10

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.