Barnablaðið - 01.09.1975, Page 16
HANN VAR A LEIÐ
INNI UPP
Á fáförnum stað í hinum Svissnesku Alpa-
fjöllum er einmanaleg gröf í skugga himinhárra
fjalla. Á gröfinni er legsteinn, sem á er letrað:
„Hann dó á leiðinni upp“.
Þetta er gömul minning um ungan fjall-
göngumann, sem ætlaði að klífa Alpana á þess-
um stað, en tvndi lífinu áður en hann náði
tindinum.
Þegar ég las þetta fvrir stuttu síðan, komu
fyrir sjónir mínar margra manna grafir og leg-
steinar, sem réttnefni væri að skrifa gagnstæð
orð á. Nefnilega þessi orð: Ifann dó á leið-
inni niður.
Það eru þeir, sem svndin hefur dregið niður
í svaðið, eitrað og eyðilagt líf þeirra um aldur
fram. ,,Hví viltu devja fyrir tímann,“ segir
Heilög ritning um þá menn. sem spilla heilsu
sinni á einn og annan veg, með því að lifa
óreglusömu lífi.
Við sjáum margan ungan manninn og ungu
stúlkuna, sem á barnsárum voru full af von og
gleði. Úr augum þeirra og svip lesum við einn
draum: Að stefna lífinu upp og fram. Meðfædd
hvöt og þrá í brjóstum þeirra hafði laðað þau
til þess að leggja á brattann. Mörg þeirra höfðu
jafnvel klifið fyrstu hlíðarnar á veg til Síon-
hæða. En þau náðu aldrei markinu. Bandið,
sem þau á barnsárum sínum höfðu bundið við
frelsarann, brast á stund freistingarinnar — ,,á
hinum vonda degi“.
Eftir þennan vonda dag freistingarinnar,
snerist allt við. f stað þess að vegurinn lægi
upp á við, hærra og nær Síon, og Guði hjálp-
ræðis okkar, lá hann niður á við. Hreinleiki
samvizkunnar var mistur. Ský og þrungi höfðu
byrgt morgunroðann, sem einu sinni gyllti fjöll
vonarinnar, sjálfan lífsdrauminn. Nú horfðu
þau döpur niður í dimman dal örlaga sinna.
Horfðu á beinaberar hendur svndarinnar vera
að taka þeirra eigin gröf, miklu neðar en þau
hófu fyrstu skrefirt, er þau bvrjuðu að klífa
fjallið.
En Guði sé lof, að þrátt fvrir allt, finnst
lítill hópur árvakra ungmenna, sem hafa ekki
misst sjónar á markinu. Þau stefna stöðugt upp
á við. Vísast er vegurinn oft örðugur, fjallið
bratt, en þau setja traust sitt allt á frelsarann,
varðveita Iíftaug hreinleikans, sem þau bundu
við hann á barnsárum sínum. Því hærra sem
þau klífa fjallið, því skærara lýsir stjarnhim-
inn fyrirheitanna yfir spor þeirra og veginn fyr-
ir framan þau.
Brátt er raunin á enda, allar þrautir sigrað-
ar. Þau standa á fjallstindinum, og Síons fagra
borg ljómar í geisladýrð eilífðarinnar. Veröld
af ólýsanlegri fegurð opnast fyrir sjónum þeirra.
Öll harmkvæli eru að baki, öll tár þerruð af
hvörmum þeirra. Þar er engin nótt og enginn
dauði. Þar er fullkominn friður, ekkert sem
truflar hann lengur, ekkert sem skyggir gleð-
ina, því að hún er eilíf eins og friðurinn.
Nú skilja þau fyrst orðið, er oft tók huga
þeirra meðan þau voru á jörðinni: ,,Það sem
auga sá ekki og eyra heyrði ekki, og ekki kom
upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð
fyrirbjó þeim, er elska hann“.
Nú er það orðið raunverulegt eins og sjálf
eilífðin.
16