Barnablaðið - 01.09.1975, Síða 17
FÓRNFÚS KÆRLEIKUR
Börnin mín góð!
Ég ætla að segja vkkur ofurlitla sögu um
hana frænku mína, sem mér þótti svo vænt um.
Þegar ég var barn, þá var hún oft tíma og
tíma á æskuheimili mínu, til að hjálpa til við
heimilisstörfin. Hún var þá ung stúlka og var
fyrirmynd annarra í fórnfýsi og gæðum. Af ein-
hverjum ástæðum sem ég veit ekki um, vildi
það svo til að ég varð uppáhald hennar og
eftirlæti, kannski af því að ég var þá yngst.
Svo var það eitt haustið, að hana langaði
fjarska mikið að gefa mér einhverja jólagjöf.
Þá var ekki um annað að ræða, en sauma ein-
hverja flík eðá búa eitthvað til. En það var
bara ekki svo auðvelt, þar sem húsakvnni voru
lítil og herbergi fá. En auðvitað var þetta
leyndarmál, sem enginn mátti vita, en sigur-
sadl er góður vilji. Og hugmvndin kom!
Fvrir ofan æskuheimili mitt er brött fjalls-
hlíð. með klettabelti upp við brúnir, sem mest
líkist fallegum kandísmolum.
En einn kletturinn var stærri en hiqir, slútti
hann svolítið fram, en var sléttur að ofan.
Þarna sá hún fyrir sér ljómandi saumaborð.
Og ekki var hikað eða fengizt um þótt brött
væri brekkan og mörg voru sporin og kalt þar
uppi. Hún hefði víst viljað fórna meiru en
þessu fyrir mig. — Litlu frænku sína.
Á jólunum fékk ég ljómandi fallegan nátt-
jakka, sem var sniðinn uppi á fjalli. Og ennþá
man ég hvað ég varð glöð og undrandi, þótt
ung væri. En ekki skildi ég þá hvað þetta hafði
kostað hana mikla fyrirhöfn. Mér fannst hún
vera bezt af öllum frænkum.
Núna skil ég betur bæði þetta og margt
fleira, sem hún gerði fyrir mig. Þess vegna
skrifa ég niður þessar gömlu minningar, til að
heiðra minningu hennar. Kannski væri eitt-
hvað hægt að læra af þessu. Mörg ár eru síðan
hún fór heim til frelsara síns, sem hún trúði á
og reyndi að líkjast.---------
Getur þessi litla saga, þótt stutt sé, ekki
minnt okkur á annan og meiri kærleika og
stærri fórn, og það sem Jesús hefur gert fyrir
okkur, þegar hann gekk veg þjáninganna upp
á Golgatahæð, til að kaupa.handa okkur rétt-
lætisskrúðann, sem við syngjum um í sunnu-
dagaskólanum:
,,Á himnum hjá Jesú mun ég hvít klæði fá,
kórónu á höfuð, ó, hve dýrðlegt að vita
að á himnum hjá Jesú mun ég fagnandi sjá
pálmana sveipast og á gullhörpur slá.“
Kristín Jónsdóttir.
REGLUBUNDNAR SAMKOMUR.
Fíladelfía í Reykjavík hefur reglubundnar
samkomur þessa daga: Sunnudaga kl. 8.00,
þriðjudaga kl. 8.30, fimmtudaga kl. 8.30, laug-
ardaga bænasamkomur kl. 8.30. — Allir eru
hjartanlega velkomnir á samkomur þessar.
17